Hvað myndir þú ráðleggja vini þínum eða vinkonu?

„Vertu þinn besti vinur“  „Vertu þín besta vinkona“ …  þessar setningar gætu komið frá foreldrum, ráðgjafa eða hverjum sem ræður þér heilt.

Við höfum kannski sjálf sagt þetta við einhvern.

En þegar kemur að okkur sjálfum,  förum við eftir þessu? ..

Spurning sem ég hef stundum lagt fyrir fólk sem er í ofbeldissamböndum er:  „Myndir þú vilja sjá son þinn/dóttur þína í sambandinu sem þú ert í dag? ..    og fólki bregður stundum við –  og í sumum tilfellum  er þetta samband ekki ofbeldissamband, heldur bara óánægjusamband.

Það er stundum gott að stíga út fyrir sjálfa/n sig og vera eiginn áhorfandi.  Vera okkar besti leiðbeinandi vinur.   Hvað myndi þessi vinur ráðleggja okkur í ákveðnum aðstæðum? 

Myndi hann ekki hvetja okkur til að standa með okkur sjálfum?   Myndi hann ekki segja okkur að við ættum allt gott skilið? –    Að við værum verðmæt og elsku verð?   

Er það okkar eigin sjálfstal? –  Eða fer þetta út í hið öfuga, þ.e.a.s. að við verðum okkar versti óvinur? –

Engin/n þekkir okkur betur en við sjálf, tilfinningar okkar og upplifanir, – þannig að við ættum að vera okkar besti ráðgjafi miðað við aðstæður okkar.   Og ef við getum réttlætt fyrir sjálfum okkur að við séum að gera það besta besta fyrir okkur,  út frá sjónarhóli þess sem vill okkur það besta, – þá þurfum við ekki að réttlæta fyrir öðrum.    Og það má ekki hindra okkar ákvarðanir,  þessi leiðinda spurning:  „Hvað segir fólk?“ ..  Þetta „fólk“ hefur ekki gengið í þínum sporum,  mætt viðmótinu sem þú hefur mætt – eða fundið sársaukann þinn.  („Nobody knows the trouble I´ve   seen, nobody knows but Jesus“)..   Annað fólk hefur auðvitað mætt sínum djöflum, – en það lifir engin/n lífinu fyrir aðra manneskju og því er ekki réttlátt að dæma aðra manneskju út frá sínum eigin forsendum.

Það eru margir sem skilja okkur – að hluta til – en í raun er það enginn sem getur sett sig 100% í okkar spor  – nema við sjálf  og e.t.v.  Jesús – ef við erum þannig „trúandi“ ..

Það er ágætt að doka við – á lífsgöngunni og spyrja sig:  „Er ég staddur/stödd á þeim stað í lífinu sem ég vil vera?“   –   Hvað með starf?   Hvað með samband?    „Er ég að fylgja hjarta mínu og innsæi?“ ..   Það eru alls konar svona spurningar.

Ef við upplifum mikið af neikvæðum tilfinningum – og upplifum að við séum föst,  þar sem við erum,  þurfum við að spyrja vininn eða vinkonuna um ráð. –   Þessa aðila sem vilja okkur allt hið besta, – eins og þeir væru að ráðleggja börnum sínum.

Nýlega sá ég videó þar sem fólki var kennt að teikna upp stöðu sína í dag, –  og svo aftur eftir ár.    Ef engar hindranir væru í farveginum,  hvar væri fólk þá statt eftir ár?  –

Sumt fólk er bara statt akkúrat þar sem það vill vera í lífinu –  með góðum maka, eða hamingjusamlega einhleypt,  –  í góðu starfi og góðu starfsumhverfi,  eða sjálfstætt starfandi við það sem það dreymdi um sem barn? ..

Hvar eru draumar barnsins?  –  Eru þeir einhvers virði?

Allt þetta er hægt að skoða með „vininum“  eða „vinkonunni“ …  sem sér verðmæti þitt, trúir á þig – og að þú hafir alla möguleika á að vera farsæl og hamingjusöm manneskja.

Og auðvitað er vinurinn eða vinkonan við sjálf! ..

536703_549918495048818_1296317144_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s