Af hverju ljúgum við? …..

„We are all wired for love and belonging“ … Brené Brown.

Við þráum öll að vera elskuð … og tilheyra.

Það sem okkur er kennt er að við séum einhvers virði ef við erum „gerendur“…

Það þýðir að við þurfum að vinna okkur inn fyrir viðurkenningu – sem við setjum í sama flokk og það að vera elskuð og virt.

Þau gildi sem hafa verið við lýði svo lengi, eru gildi eins og að vinna mikið og vera dugleg, að þá séum við öðrum þóknanleg. –   Og við gerum það sem aðrir vilja að við gerum,  svo þeim líki við okkur.

Við erum alin upp við skilyrta elsku,  – það þýðir að ef við gerum þetta eða hitt,  þá séum við elsku verð.   Elskan er skilyrðislaus.

Af hverju ljúgum við? –    Af hverju segjum við það sem hljómar ljúft í eyru þess sem heyrir?     Af hverju segjum við við barn sem biður um kex að það sé ekki til,  – þó það sé til, – en segjum ekki bara „nei – það er ekki í boði núna“ ..    við erum að halda barninu góðu, svo því líki við okkur. –    (Einfalt dæmi).

Við ljúgum því við viljum ekki vera leiðinleg, – við viljum halda öðrum góðum.

Kokkurinn eldaði bragðlausan mat, –  gjaldkerinn kvartaði við kokkinn, – og kokkurinn varð sár.   Hann spurði restina af starfsfólkinu (sem hafði kvartað við gjaldkerann)  hvernig þeim líkaði maturinn,  – og allir sögðu að hann væri alveg ágætur.    Gjaldkerinn  féll í ónáð hjá kokkinum,  –  og varð ótrúverðugur (því enginn vildi kannast við að hafa kvartað).

Restin af starfsfólkinu – vildi ekki segja sannleikann,  því það vildi ekki særa kokkinn,  og vildi að kokkinum líkaði vel við sig – og   ákvað því  að það væri betra að ljúga,  en það þýddi auðvitað að kokkurinn gat ekki bætt sig, því hann hélt hann væri bara að elda ágætis mat.  (Þetta var annað dæmi).

Oft er talað um það að skjóta ekki sendiboðann,  en þá er það sendiboðinn sem segir sannleikann.

Við ljúgum – eða segjum a.m.k. ekki sannleikann – eða höfum hann léttvægan,  vegna þess að við erum hrædd við að særa eða að einhverjum líki ekki við okkur. –  Við verðum s.s. óvinsæl.

Það er betra að vera frjáls í sannleikanum  … en að vera fangi í lyginni.

12513921_10153937867815482_6433167876617420959_o.jpg

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s