„Af hverju flækjumst við fyrir sjálfum okkur?“ …

Neale Donald Walsch –  er mikill andans maður og hefur skrifað margar bækur – og upphafið var fyrsta bókin í flokknum „Samræður við Guð“  eða á frummálinu „Conversations with God“ .. en þær bækur eru skrifaðar í „frjálsu flæði“ …

Þrátt fyrir að frá honum hafi flætt þessi speki,  segir hann frá því að börnin hans hafi spurt hann: „Af hverju lestu ekki það sem þú skrifar?“ ..    og var það í einhverju tilfelli sem þeim þótti hann erfiður í samskiptum.

Eftirfarandi texta skrifaði ég í morgun, sem skýringu á m.a. því þegar að við getum verið eins og talandi spekirit,  en síðan gert alls konar mannleg mistök og förum bara ekkert eftir því sem kemur svona fallega og flæðandi frá okkur!  ..

Öll erum við meistarar – en líka manneskjur. Manneskjan vill stundum flækjast fyrir meistaranum. Þegar meistarinn fær næði til að skapa og skína – er það vegna þess að við höfum klifrað niður af öxlum meistarans og hætt að hvísla í eyru hans að hann sé ómögulegur, hætt að ritskoða hvert orð og horfa niður í hálsmál hans. – Við gefum honum frið til að vera hann sjálfur. –

Við erum stundum hissa á því hvað það getur komið mikil speki og vísdómur frá breyskum manneskjum, en ég fékk góða skýringu á því í gærkvöldi. „Ekki rugla saman skáldinu og manninum“ .. Það er svo mikill vísdómur „þarna úti“ sem við þurfum bara að leyfa að flæða í gegnum okkur, – og hann er líka til „þarna inni“ – þ.e.a.s. við erum fædd með hann, og við megum leyfa honum flæða frá okkur, án dómhörku, ritskoðunar eða nokkurra hafta frá okkur sem manneskjum.

Sumir eiga erfitt með að trúa að þeir séu meistarar, – en þá er það manneskjan sem er að flækjast fyrir, og allt það sem er búið að „bulla“ í henni alveg frá bernsku. –

Leyfðu þér að vera – og leyfðu því að koma sem koma skal. Eftir því meira sem við lifum í flæðinu þess oftar erum við tengd okkar eigin meistara. –

Þetta var morgunflæðið …. þennan fallega sunnudagsmorgun.

❤     Verum frjáls og í flæði ..

6837710-

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s