Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma .. Facebook og barnamyndir ..

„Menn færðu börn til hans, að hann snerti þau, en lærisveinarnir átöldu þá. Þegar Jesús sá það, sárnaði honum, og hann mælti við þá: Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég yður: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma. Og hann tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau.” – Mk. 10. 13-16

Þessi texti hefur ítrekað komið upp í huga mér undanfarinn sólarhring,  þegar fjölgaði barnsmyndum á facebook.   –   Um er að ræða átak í sambandi við barnamenningarhátið. En sama hver forsendan er,  það eru áhrifin sem mig langar að gera hér að umtalsefni.   Áhrifin sem þessar fallegu myndir af alls konar fólki – hafa.

Öll höfum við verið börn,  og haft eðli barna.  Börn fæðast ekki bæld, heldur fæðast þau opin – berskjölduð og viðkvæm.  Það er ekki fyrr en við hefjum „innrætingu“ og förum að kenna þeim bæði leynt og ljóst, með okkar hegðun og í orðum hvernig þau eigi að vera og hvernig þau eigi EKKI að vera.

Ef við hefðum það nú í huga, í hvert skipti sem við ræðum við einhven – að einu sinni var þessi einstaklingur barn – sem horfði með stórum augum á heiminn, og var bara kominn til að vera,  og kannski ekki svona mikið til að gera.   Einhvern veginn hefur heimurinn þróast í það að við förum að líta á það sem við gerum að aðalatriði og það sem við erum að aukaatriði.  Verðmætamatið brenglast, –  og við förum að verðmeta mannslíf eftir alls konar formúlum sem hafa ekkert að gera með mannslíf.

Sá sem á meira á bankabókinni er orðinn verðmætari en sá sem á minna.  Sá sem hefur náð hærri einkunn í skóla er verðmætari – eða sá sem hefur hærri status.  Samt er það augljóst að allt fólk er jafn verðmætt.

Öll börn eru verðmæt við fæðingu,  og það verðmat fellur aldrei úr gildi.

Ég er þakkát fyrir þessa barnamyndabylgju, – og hef fundið fyrir einhverju góðu í hjartanu á meðan.  Vona að það haldist sem lengst og löngu eftir að við erum búin að setja inn „fullorðinsmyndir“  aftur –  munum eftir hvað við vorum yndisleg og hvað við ERUM yndisleg … alltaf.

 

Hér er ein ung og ein „gömul“ ..  en báðar með barnshjarta …

 

image

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s