„Ég er að hámarka hamingju mína …..“

Þetta er svarið:

„Ég hef ákveðið að vera hamingjusöm/hamingjusamur vegna þess að það er gott fyrir heilsu mína“ … 

Margir af minni kynslóð – yngri og eldri eflaust líka muna væntanlega eftir leiknum þar sem við svöruðum öllum spurningum með:   „buxurnar hans afa“ .. og það mátti ekki hlæja og ekki brosa,  því þá vorum við úr leik. –

Dæmi:
Í hverju fórstu í leikhúsið?    „buxunum hans afa“ ..

Hvað finnst þér fallegast í heiminum?:  „buxurnar hans afa“ …

Margt sem við gerum – og ákveðum er þess eðlis að við fáum spurningar – „af hverju gerðir þú þetta?“    „Af hverju hættir þú í þessu sambandi?“ ..  „Af hverju fluttir þú?“ ..  „Af hverju þetta og af hverju hitt?“ …    Þessar spurningar geta hljómað sárasaklausar og eðlilegar,   en það er nú samt þannig að þessar spurningar geta virkað á fólk – sem hindrunarsteinar í því að gera það sem hjarta þess býður þeim að gera.

Það er þessi stóra hugsun „Hvað segir fólk?“ .. og þá „Hvað spyr fólk?“ ..  og þá í framhaldinu –  þarf fólk virkilega að útskýra allt fyrir öðru fólki? –     Jú, einhver náinn (þá mjög náinn)  á eflaust heimtingu á útskýringum,  sérstaklega ef gjörningurinn bitnar á þeim,  en í raun þarf hver og einn að huga að sínum gjörðum.

Það er mjög gott að hafa á takteinum svör eins og  „Ég er að hámarka hamingju mína“ og/eða –  „Ég tel að þetta sé gott fyrir heilsu mína“ …

Þegar maður nokkur  var spurður út í það hvers vegna hann drykki ekki áfengi, – þá lagði hann lófann í hjartastað og sagði:   „Vegna hjartans“ …  og fólk leit á það sem nægilega útskýringu og áleit að hann hefði s.s. fengið einhvers konar viðvörun og væri jafnvel hjartveikur.

Hann var að fylgja hjarta sínu. – Hjartað hafði sagt honum að áfengi væri ekki gott fyrir hann.

Þegar við fylgjum hjartanu, er ekki alltaf víst að allir „hinir“ skilji okkar hjarta eða ástæður,  en þeir lifa ekki þínu lífi, hafa ekki gengið í gegnum þínar aðstæður eða upplifað þínar upplifanir –  og eru ekki að fylgja þínu hjarta,  en vonandi sínu eigin. –  Og iðulega er fólk nú oft að spyrja óviðeigandi spurninga – og bara af forvitni.  Hvað kemur fólki til dæmis við – hvort að einhver ákveður að sleppa að neyta áfenigs? ..

það er alveg nóg ástæða til að breyta í sínu lífi –  og svara bara öllum óþægilegu og krefjandi spurningum fólks með:

„Það er hjartað?“ ..   eða „Ég er að hámarka hamingju mína …“  … og í þessu tilfelli má bæði brosa og hlæja.og svarið er ekki út í hött – eins og „buxurnar hans afa“ ..

happy

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s