Píratar og President ..

Elsku meðbræður og systur .. ég held að áhrifin af yfirlýsingu Ólafs Ragnars að sitja áfram séu ekki bundin við forsetaembættið. Hún er bara svo sterk yfirlýsing um að ekkert sé að breytast. 

Vinsældir Pírata í skoðanakönnunum þýða ekki endilega að allir vilji Birgittu Jónsdóttur í forystu, – það getur þýtt að fólk þráir breytingu.

Það er ójöfnuður á Íslandi, það er þrengt að heilbrigðiskerfi og skólum, öldruðum og öryrkjum. Samt er fullt af fólki að glíma við lúxusvandamál eins og hvar eigi að geyma milljarðana sína. – Eðlilegt? – Nei. Gamlir karlar í jakkafötum eru við stjórn og svona er þetta með þeirra stjórn. „Sorry“ .. það eru auðvitað margir gamlir karlar í jakkafötum alveg ágætir, en þeir eru táknmynd fyrir það sem var og það ástand sem varir. –

Okkur vantar ekki fleiri yfirmenn eða fyrirmenn – okkur vantar bara jafnrétti og bræðra-og systralag. Það væri svo yndislegt ef að okkar fallega land væri jafn fallegt að innan sem utan.

Nýjar uppákomur gefa ekki vísbendingu um þetta. Þess vegna eru vonbrigðin mikil – og já, auðvitað er sitjandi forseta frjálst að bjóða sig fram aftur, það er ekki bannað með lögum. En vegna mannlegs eðlis þá er það tilhneyging að kjósa það sem fólk þekkir, en ekki „óvissuna“ – jafnvel þó hún tákni frelsi og meira jafnrétti.

Erum við virkilega einhver börn sem einn fullorðinn karlmaður þarf að sussa á og leiða? – Ég neita að fylkja mér undir þann hatt. Eftir að hafa lesið það sem Elísabet Jökulsdóttir skrifar, þá er hún eflaust lang besta mótvægi við stöðluðum hugsunarhætti og ímynd.

Annar kostur er að leggja embættið niður, því það í sjálfu sér, – að einn maður búi í slíku húsi og kosti svona mikið er í raun tákmynd þess ójöfnuðar sem ríkir. Þetta hús myndi rýma fullt af fólki sem á ekki í hús að venda og kostnaðurinn sem annars fer í embættið myndi hjálpa mörgum í neyð. –

FRIÐUR

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s