Að elska þau sem er erfitt að elska ..

Þegar að við mætum geislandi manneskja með opin/n faðm og bros, og jafnvel hrós, þá er fátt auðveldara en að þykja vænt um þessa manneskju, hrífast af henni og elska hana. –

Þegar að við mætum  manneskju,  sem  hreitir í okkur ónotum og steitir í okkur hnefanum,  þá er tilhneygingin að líka illa við þessa manneskju,  forðast hana og jafnvel fá óþol fyrir henni.  Ég segi nú ekki að hata hana, en samt eiga erfitt með að elska hana.

Sumt fólk kann illa að tjá sig.  Getur það hreinlega ekki.  Það getur verið fólk með fötlun, nú eða enga (viðurkennda) fötlun.

Það geta flestir látið sér þykja vænt um manneskjuna sem brosir við þeim,  en stóra áskorunin okkar er að láta okkur þykja vænt um þau sem steyta í okkur hnefa. 

Á stað þar sem unnið er með fólki með fötlun, t.d.eins og einhverfu, er ekki í boði orðræða eins og „Hann er óþolandi“ – „Hún er bara frek.“    Ef við sem eigum að teljast kunna mannleg samskipti mætum náunganum í sama gír,  þá erum við ekki að skilja þessa fötlun, eða eigum sjálf við einhverja samskiptafötlun að stríða.

Sumir hafa þann eina tjáningarmáta að öskra,  og það er ekki í boði að öskra til baka ….

En hvað um það, –  þessu varð ég bara að koma frá mér,  því það hafa ekki allir rödd og ég leyfi mér að tala fyrir þau sem þurfa skilning.  

Tungumálið okkar er gott og gilt, en stundum þarf að lesa á milli línanna.  Dæmi úr raunveruleikanum:  Maður kemur til mín og segir:  „Skammastu þín“ .. en vegna þess að ég þekki viðkomandi,  þá veit ég að hann er að biðja um athygli og tengingu og það sem hann er raunverulega að segja er: „Mig langar að tala við þig – en ég kann ekki að nálgast þig“…
Það þarf ekki fötlun – til þess að svona gerist.  Afi og amma sitja heima og sakna barnabarnanna sem koma allt of sjaldan í heimsókn.  Svo þegar þau koma,  segir afi: „Sjaldséðir hvítir hrafnar, það er mikið að þið munið eftir okkur aumingjunum“ ..   Það sem afi er í raun að segja: „Mikið er ég glaður að sjá ykkur,  og ég er þakklátur fyrir að þið komið.“    Barnabörnin hins vegar heyra bara það sem sagt er, og nenna ekki að heimsækja afa og ömmu því þau bara skammir fyrir að heimsækja þau sjaldan.   Þannig myndast vítahringur.   –   Það er alltaf einhver sem þarf að hafa kunnáttu eða getu tiil að sjá í gegnum orðin,  og sjá í gegnum líðan viðkomandi.

Eftir því sem við elskum meira, er auðveldara að umgangast fleiri.   Og eftir því sem við elskum meira verðum við sterkari og skilningsríkari.  

Að sjálfsögðu þarf að hafa þann varnagla á að það hefur engin/n rétt til að traðka yfir aðra manneskju,  –  en þegar við vitum hvað er á bak við.  Sérstaklega þegar t.d. er um einstakling með einhverfu að ræða,  þá verður mun auðveldara að skilja og þá gerist það líka að við förum að fá betra viðmót.   Það er mín reynla.

Orðið skilningur – er farið að renna saman við orðið kærleika í mínum orðabanka.  Svo það að vilja skilja náunga sinn, er líka að elska náunga sinn.   Að setja sig í spor annarra, og hvað það er á bak við orð hans og gjörðir.   Það er yfirleitt einhvers konar  sársauki á bak við vond orð eða vont viðmót.   

 

Verum góð

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s