Ekki mistök .. heldur þroskaskref ..

„Marriage is not only a success if it lasts forever, but if it changes both partners into more loving, free, wise, brave, kind, whole beings.“ … 

Þessa setning  staðfestir svo margt, og hún er svo góð.  Það er nefnilega sárt að horfa til baka, t.d. á hjónaband til margra ára og líta á það sem mistök þá að eitthvað hafi farið úrskeiðis – og jafnvel að þar hafi orðið trúnaðarbrestur.

Kannski þurfum við að læra að ganga í gegnum tilfinningar sem tengjast trúnaðarbresti? – Kannski til að bregðast ekki sjálf og geta sett okkur í spor þeirra sem upplifa trúnaðarbrest?

Lífsreynslan okkar skiptist í kafla, og þessir kaflar eru þroskaskref.  Lífið allt er fullt af þroskaskrefum.    Þau eru býsna erfið mörg, en þegar við áttum okkur á að ekkert er mistök heldur skref,  þá leitum við ósjálfrátt upp og áfram – í átt að ljósi.

Lífið er alltaf að byrja og alltaf að enda.

Öll sambönd eiga sinn líftíma, – sum langan líftíma og sum stuttan.  Hvort sem um er að ræða hjónabönd,  vinasambönd,  nú eða  samband sem myndast á ákveðnum starfsgrundvelli.

Ekkert er mistök, bara þroskaskref …  

Lengri ætla ég ekki að hafa þennan pistil í dag, en framhald síðar …

 

 

Ein hugrenning um “Ekki mistök .. heldur þroskaskref ..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s