Þegar óttinn við að missa afkomu og/eða almenningsálit læsir okkur inni á stað sem er okkur óhollur ….

Eftirfarandi pistil skrifaði ég á fésbókina – og þar sem hann mun týnast þegar meira efni er sett inn, – ákvað ég að „færa“ hann yfir á bloggið mitt.  Ég tel þetta vera mikilvæg skilaboð. –

Það að þurfa að velja á milli hjónabands og sjálfsvirðingar, eða starfs og sjálfsvirðingar virkar sem auðveldur kostur. Við myndum ætla að við veldum alltaf sjálfsvirðinguna, en svo er ekki. Fólk hangir á starfi og/eða í hjónabandi – þar sem það upplifir að það er ekki metið eða jafnvel niðurlægt, vegna þess að það óttast lífsafkomu sína og stundum sinna nánustu. (Svo bætist almenningsálitið í pakkann).

Svo þegar heimilið er farið að fylgja með, þ.e.a.s. að í pakkanum er starf og heimili – eða hjónaband og heimili, þá þyngist enn valið. –
Í þessu felst að fólk stjórnast af ótta um afkomu, – en sumir segja að það séu bara til tvær megintilfinningar „ótti og ást“ – (Love and Fear) og það þarf heilmikið hugrekki til að þora að sleppa hendinni af því sem við höfum, í þeirri von um að fá eitthvað annað (og jafnvel betra) í staðinn. (Færð alla veganna sjálfsvirðinguna). En þegar þú heldur fast er lófinn krepptur, – en þegar þú opnar er hann opinn til að taka á móti. –
.. en trúin verður að fylgja með alla leið.

Ef við sem erum foreldrar myndum spyrja okkur; myndi ég óska barninu mínu að vera í þeirri stöðu sem ég er í í dag?   Ef svarið er neitandi, – þá þurfum við virkilega að taka okkur taki. Því við erum fyrirmyndir þeirra. Við viljum að barnið læri sjálfsvirðingu og sé ekki fast í vondu sambandi eða á stað þar sem starf þess er ekki metið. Það að vera kennari er að gera sjálf sem við vonumst til að börnin okkar geri.

Því má við bæta, að einu sinni vorum við börn – og núna erum við bara fullorðin börn, og hver á að gæta að virðingu okkar ef ekki við sjálf?

Þegar við finnum að við erum ekki metin, og „leyfum“ því yfir okkur að ganga   – þá erum við eins og sá „hlutlausi“ sem leyfir því að gerast,  en segir ekkert – bara ergir sig og tautar í eigin barm (eða við aðra).   Við förum að meta okkur sjálf út frá mati þess sem við erum að kvarta um að sé ekki að meta okkur, eða jafnvel að niðurlægja okkur og trúa því að við séum í raun ómöguleg.

10553404_936503526365002_406861571316943881_n

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s