Hvenær er rétt að fara?….

Flest sjálfshjálparnámskeið eða bókmenntir miða að því að við lærum að þykja vænt um okkur sjálf.  Hvers vegna er það svona mikilvægt? –

Kannski vegna þess að þá tökum við ákvarðanir sem eru okkur góðar og hollar og verðum þannig öðrum fyrirmynd í að gera hið sama, ekki satt? ..

Oft stöndum við frammi fyrir þeirri spurningu hvort við eigum að vera eða fara.  Það getur verið um að ræða vinnustað – það getur verið um að ræða samband. –

Það sem flækir málin er þegar fleiri en einn aðili er mótaðilinn í sambandinu.  Dæmi:  Hjón með börn.  Kona og maður sem myndu eiga þokkalega auðvelt með að taka þá ákvörðun að slíta sambandi – halda sambandinu barnanna vegna (sem þarf reyndar ekki að vera það besta fyrir börnin – en það er önnur flækja).

Það er gott að hugsa:  „Það er alltaf leið“ ..    og þegar við setjum kærleikann í leiðina – þá er yfirleitt hægt að finna lausnir.

Aðstæður, vinnustaður eða maki sem hefur þau áhrif á okkur að það dregur úr okkur orku, gerir okkur leið – o.s.frv.   er staður sem varla er okkur góður að vera á.  Auðvitað þurfum við að skoða hvort það sé ekki staðurinn, heldur eitthvað sem við gætum lagt til – til að bæta, –  ef við komumst að þeirri niðurstöðu er best að yfirgefa aðstæður.

Nú komin við að upphafinu aftur.  Ef við gerumst okkar eigin bestu vinkonur eða vinir, og setjumst niður með sjálfum okkur og spyrjum:   „Myndir þú vilja sjá þína bestu vinkonu eða vin í þinni aðstöðu,   – myndir þú leyfa einhverjum að koma fram við þinn besta vin eða vinkonu eins og þú leyfir x að koma fram við þig? “   Eða „myndir þú vilja að sonur þinn/dóttir þín  væri í þinni stöðu?“ .. „Hvað myndir þú segja við hann/hana?“ ..  Þetta er fólk sem okkur þykir verulega vænt um,  nær undantekningalaust.

Til að átta okkur á stöðu okkar, – þá er gott að átta sig á því að þegar okkur fer að þykja jafn vænt um okkur og bestu vini eða fjölskyldumeðlimi,  þá vitum við oftast hvað er hægt að ráðleggja.    Og þá getum við vonandi fylgt okkar ákvörðunum eftir – og verið – ef við höfum fundið það út að sambandið/starfið eða hvar sem við erum stödd sé okkur bjóðandi eða ýti undir sjálfsvirðingu okkar.    Ef ekki þá …..

Enn eitt flækjustigið í samskiptum er að margir „elska“ þann sem virðir þá ekki eða beitir jafnvel ofbeldi.  Það er vegna þess að stundum er þessi aðili eini fasti punkturinn í lífi fólks.  Það er eins og barnið sem ver móður sína – þó hún beiti það ofbeldi,  því hún er jú alltaf mamma – þessi fasti punktur.

En við erum komin af barnsaldri – og þessi „fasti punktur“  hvort sem það er einhver aðili eða aðstæður – eru okkur kannski óhollar, – og við höfum vonandi þroskast frá ótta barnsins við að missa viðurkenningu foreldris og erum farin að ganga á eigin fótum.

Þroskinn felst í því að læra að yfirgefa aðstæður og fólk sem ógnar innra friði, sjálfsvirðingu,  siðgæðiskennd, lífsgildum og sjálfsvirðingu. 

14064089_1095766327137850_7388315951053056932_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s