Hvernig er þitt viðmót? ….

Sölumennska … kennsla …. sálgæsla …  allt þetta er hluti af því sem ég hef stundað. –  Inni í þessu eru fyrirlestrar og námskeið –  stundum eru margir og stundum bara einn eða ein sem er viðmælandi. –

Ég segi oft söguna af skólastúlkunni sem kom að fá ráð hjá aðstoðarskólastjóranum,  – og hún vandaði sig mjög að gefa fagleg ráð og uppbyggileg,  en spurði í lokin – eins og miðill:  „Ertu sátt?“ ..    og svar nemandans lét ekki á sér standa  „Já, þú ert búin að brosa svo mikið framan í mig – að mér líður svo miklu betur“ ..

Ég varð – satt að segja – pinku hissa, en líka glöð og þetta var staðfesting á mikilvægi góðs viðmóts, og það að orðin skipta ekki öllu máli.

Á sölunámskeiði lærði ég einmitt þetta –  að orðin giltu aðeins örfá prósent, – það er hvernig viðmótið er hjá okkur sem skiptir megin máli.   Ég held að vera bara almennileg og viðmótsþýð manneskja sé stóra málið þegar við erum að umgangast hvert annað.   Þó við séum ekki endilega svakalega klár og með öll svörin á hreinu,  þá „sleppum“ við fyrir horn þegar kærleikurinn er með í för.

Þetta er ákveðinn léttir,  þ.e.a.s. að þurfa ekki að vera svona svakalega gáfuð og orðheppin að fólk standi á öndinni. –  Við megum bara vera manneskjur, – og anda léttar.

Okkur líður kannski ekki alltaf þannig að við getum gefið af okkur eða ausið út kærleika,  en gott að hafa þetta  í huga –  að þegar við mætum einhverjum að vera ekki í gáfumannakeppni við viðkomandi, – kannski bara elska …. ?

Maya

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s