Fíkn í faðmlag foreldris? ….

Ég var að hlusta á Gabor Maté og viðtal hans við mann sem er háður heróini.  Hann spurði manninn hvað heróínið væri að gera fyrir hann.  – og hann svaraði að það væri líkast því þegar hann var ungur drengur – lasinn í rúminu  og móðir hans kom inn í herbergið hans, hélt í hönd hans og róaði – það væri í grunninn eins og upplifun af heróínneyslu.

Við getum ekki alltaf ætlast til þess að fá  ummönnun eða faðmlag foreldris,   við vöxum úr grasi og flytjum frá foreldrum okkar.   En góð tenging við annað fólk – og vissulega faðmlög geta skipt sköpum.

Tenging þarf ekki alltaf að vera líkamleg, –  við getum átt sálarvini sem við finnum að „snerta“ okkur.   Við þurfum þá væntanlega að vera móttækileg og opin fyrir þessari tengingu.

Þegar við erum særð – þá er tilhneyging til að loka á þessar tengingar – það eru varnarviðbrögðin.    Við setjum skjöld á okkur,  sem því miður getur líka varnað góðu tengingunni.  Það er ástæða þess að verið er að hvetja fólk til að fella varnir,  „bera sig“ – til að hleypa öðrum að,   – svo að það þurfi síður að leita í efni til að líða eins og það fái tengingu eða faðmlag foreldris.

Tenging .. „connection“ … virðist vera svarið …   þegar við erum aftengd eða „disconnected“  frá tilveru okkar,   er tilhneyging að tengjast við efni – eins og heróínneytandinn gerir –  til að upplifa vellíðan.

Í sálgæsluáfanga í háskólanum,  talaði leiðbeinandinn um að þeir sem væru háðir alkóhóli væri að „drekka Guð úr flösku“ ..    Í bókinni „Women, food and God“ .. talaði höfundur um að þegar hún náði ekki tengingu við Guð,  borðaði hún kókósbollur til að upplifa vellíðan og Guð var orðinn að kókósbollu!   ..     Hvað ef  þessi eða þetta „GUГ .. er alheimsforeldri sem kemur til okkar – þegar við erum lasin,  strýkur um enni og segir:  „Ég er hjá þér?“ ..  Hvað ef fíknin okkar er í raun fíkn í faðmlag foreldris?  Fíkn í eitthvað andlegt … hvort sem við köllum það Guð eða eitthvað annað?

Tengjumst – hvert öðru og lífinu ..  ❤  

STÓRT FAÐMLAG OG ÁST  TIL ÞÍN SEM ERT AÐ LESA …

12592668_10153811675236217_8668057943112217795_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s