„Gaslighting“ .. hefur þú lent í því? ..

Hefur þú heyrt af hugtaki sem kallað er  ‘gaslighting?“ – eða gasljósun.   Það er mjög mikilvægt að átta sig á þegar fólk beitir þessum aðferðum,  – til að geta brugðist við á heilbrigðan hátt og vera meðvituð þegar þessu er beitt.

„Nafnið  „Gaslighting“ er fengið úr leikritinu Gas Light, frá 1938, sem seinna voru gerðar kvikmyndir eftir. Leikritið fjallar um eiginmann sem reynir að gera konu sína vitfirrta með því t.d. að færa til hluti á heimilinu og halda því fram hana misminni eða hún taki feil þegar hún nefnir breytingarnar. Titillinn vísar til þess að eiginmaðurinn dimmir gasljósin á heimilinu smám saman og reynir að telja konu sinni trú um að slíkt sé alls ekki raunin heldur sé hún að ímynda sér þetta.“  (Harpa Hreinsdóttir)

Ég mun nota íslenska orðið gasljósun,  sá sem beitir gasljósun  um ofbeldismanninn, og að gaslýsa sem sögn.

Það eru miklir möguleikar á því að við höfum orðið fyrir þessu án þess að við höfum gert okkur grein fyrir því.

Þetta getur verið í alls konar samskiptum,  ekki bara samskiptum hjóna – heldur líka á vinnustað eða í samskiptum foreldris og barns.  Svo dæmi séu tekin.

Gasljósun –   er þegar einhver kemur illa fram,  gerir hluti sem valda uppnámi eða pirringi,  eða telur annari manneskju trú um að sá raunveruleiki sem blasir við henni sé falskur.

Markmið þess að nota  gasljósun  er að láta einhverjum líða eins og þeir séu að missa vitið,  verði svo „klikkaðir“  að þeir hætti að treysta á eigin skilningarvit og dómgreind- og mátt til að hugsa sjálfstætt.

Það er mikilvægt að vita hvenær verið er að beita okkur þessum áhrifum og einnig þegar verið er að gera það við aðra.  Hér eru fimm viðvörunarmerki að þú sért fórnarlamb.

Afsakanir.

Þegar persóna hefur verið beitt gasljósun nógu lengi og vel – fer hún í stöðugan afsökunargír, vegna þess að henni finnst eins og allt sem hún sé að gera sé vitlaust.

Það er vegna þess að sá sem beitir gasljósun  setur sökina alltaf á fórnarlamb sitt,  og viðurkennir aldrei að vandinn sé hans eigins.   Fórnarlömb gasljóslunar – fara oft að afsaka það sem þeir raunverulega gerðu aldrei – og eru ekki að gera.

.Baráttan við að taka ákvarðanir. 

Fórnarlömb gasljósunar –  eru svo  týnd í því sem er að gerast í lífi þeirra – svo þau eru oft of hrædd til að taka ákvarðanir.   Allt sem þau hafa valið hingað til,  hefur verið gert lítið úr eða ógilt af þeim sem beitti gasljósun  í lífi þeirra,   svo þau geta ekki geta tekið neina heilbrigða ákvörðun.

Það er það sem sá sem beitir gasljósun vill,  svo hann geti notfært sér þessa manneskju og tekið ákvarðanir fyrir hana.

Breyting á fórnarlambinu.

Þegar að manneskja lifir við gasljósun  í langan tíma,  komum við til með að sjá persónuleika hennar breytast, hegðun og siði.   Breytingarnar geta verið hægar,  en verða mjög augljósar þegar hún fer að skoða hvernig hún var áður, áður en þessi eitraði, stjórnsami kúgari kom inn í líf þeirra.

Stöðugt ráðvillt. 

Fórnarlömb gasljósunar   hafa upplifað það að  efast er um þeirra raunveruleika – og gert lítið úr honum,   svo þau eiga erfitt með að hafa trú á sjálfum sér.   Þau efast um hugsanir sínar,  svo að þeirra náttúrulega innsæi dugar ekki til að hafa áhrif á heilbrigðar ákvarðanatökur.   Sá sem beitir gaslýsingu notar þetta ástand fórnarlambsins sem aðferð til að stjórna því.   Fórnarlambið veit oft að það er eitthvað að en skilur ekki hvað það er.  (Og auðvitað búið að telja því trú að það sé eitthvað að því).

Þau draga sig í hlé. 

Þegar búið er að beita gasljósun nógu mikið og lengi,  fer fórnarlambið að draga sig í hlé frá umheiminum,  vegna þess einfaldlega að það upplifir sig svo einangrað frá eigin tilveru.  Það getur ekki átt eðlileg félagsleg samskipti – þar sem það upplifir sig öruggari  þegar það  er eitt en með nokkrum öðrum.

Það er nákvæmlega það sem ofbeldismaðurinn vill,  að einangra þessa manneskju svo hún leiti ekki í félagsskap út á við – hvað þá að leita hjálpar út á við.

(Það er auðvitað búið að telja henni trú a allir hinir séu vitleysingar!) ..

Þessi grein er þýðing á grein sem hægt er að lesa ef smellt er HÉR  en þar er hún á ensku.   Allt nema innskotið um Gaslighting sem ég sá á bloggi Hörpu Hreinsdóttur um siðblindu.  en að sjálfsögðu hlýtur sá sem notar þessa aðferð að vera siðblindur en ekki hvað?

Ef  þú upplifir að þú sért fórnarlamb „gasljósunar“ –  eða þekkir einhvern í þeirri stöðu,   hafðu endilega samband við sálfræðing,  eða annan  meðferðaraðila til að hjálpa þér að komast úr þessum aðstæðum, eða kenna þér að bregðast við.

p.s. það er mikilvægt að við gerum ekki lítið úr upplifun barna –  þegar barn segir:   „Mér er illt“ ..   þá má ekki segja:  „Þér er ekkert illt“ .. því hvað er það annað en að kenna barni að efast um tilfinningar sínar? ..   og hvað gerist þá þegar þetta barn er orðin fullorðin manneskja?    lengi býr að fyrstu gerð!! . .

Mæli með þessum fyrirlestri til að skilja þetta enn betur:

gaslighting-with-quotes.png

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s