Faðmlag eða kex?

Nýlega hefur komið fram, eða það hefur alla veganna vakið mína athygli nýlega,  að fíkn sé skortur á tengingu. –   Það er þá væntanlega tenging við aðra og einnig við okkur sjálf – eða við tilfinningar okkar.

Ég get gefið lítið dæmi um hvernig þessi aftenging virkar.

Lítil stelpa var að koma í pössun til ömmu.   Pabbi hennar var nýbúinn að sækja hana á leikskólann – og það var upphafið á „pabbaviku“  svo hún hafði ekki séð föður sinn í heila viku.   Pabbi þurfti að fara á fund, og þess vegna var sú stutta komin til ömmu, sem henni þótti svona dags daglega mjög gaman að koma til,  en í þetta skiptið grét hún þegar pabbi fór. –    Amma fór strax að hugsa hvernig hún ætti að róa barnið og ætlaði að fara að bjóða henni kex.

En var litla stelpan svöng? –    Var hún að gráta út af því, eða vegna þess að hana vantaði eitthvað sætt?    Nei,  hún var að gráta vegna þess að hana  langaði að vera með pabba sínum.  –   Amma tók hana því í fangið, hélt þéttingsfast utan um hana og sagði:  „Pabbi kemur bráðum aftur,  – á meðan ætlar amma að vera með þér og passa þig – þú mátt alveg gráta smá hjá ömmu“ ..

Hvað gerum við þegar við erum fullorðin? –   Þegar við söknum?   Þegar við erum leið?   Sækjum við kex,  eða leitum við í faðmlag?    Stundum er engin/n til að faðma,  – en við getum alla veganna staldrað við og spurt okkur,  „hvaða tilfinningu er ég að finna?“  er ég að finna hungur í mat,  áfengi,  – hungur í fjarveru frá tilfinningum mínum? ..

Er allt í lagi að gráta?

Það er þá gott að vera til staðar fyrir sjálfa/n sig, – og segja,   „ég skil þig – og ég er með þér“ … og vefja sig örmum í kærleika og með því að vera til staðar fyrir sitt innra barn, –  sína innri stelpu – eða innri strák.  (Æ við erum svo mikil krútt).

Sjálf hef ég þörf fyrir eitthvað æðra,  sem sumir kalla æðri mátt, – en aðrir Guð.   Eitthvað umfaðmandi afl,  en það fer hver sína leið og hver finnur sína þörf.   Það er þó mikilvægt að muna að Guð er ekki kex.  

 

p.s. auðvitað er sagan af litlu stelpunni og ömmunni úr mínum eigin reynslubanka.  🙂

image

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s