Til þín, sem finnst þú vera að missa af lestinni … (lífinu) ..

Stundum detta inn á Facebook pistlar sem ég hreinlega fæ þörf fyrir að þýða og deila. Þeir eru það mikilvægir.  Höfundur þessa heitir Jamie Varon,  og ég set hlekk á pistilinn á frummálinu í lok þessa.

Þessi pistill er mjög í anda þess sem stendur í Biblíunni – nánar til tekið í Prédikaranum – þar sem niðurstaðan er „Etið, drekkið og verið glöð“ ..  „Allt hefur sinn tíma undir sólinni“  „Hafið ekki áhyggjur af morgundeginum, – morgundagurinn hefur sínar áhyggjur“  .. og fleiri kaflar,  m.a. um áhyggjuleysi fuglanna og liljur vallarins sem vaxa ..  Þetta er svona í anda  „Don´t worry be happy“ ..  🙂

Pistillinn sem kemur hér á eftir er eins og áður sagði eftir Jamie Varon í minni þýðingu.  (Gerði mitt besta)

„Þú þarft ekki fleiri  hvatningafyrirlestra.  Þú þarft ekki innblástur til að gera eitthvað.  Þú þarft ekki að lesa fleiri lista og pósta um það að þú sért ekki að gera nógu mikið.

Við látum eins og að ef við lesum nógu mikið af greinum og gullkornum – þá allt í einu kvikni á litla rofanum í heilanum á okkur sem kemur okkur í gírinn.  En hér ætla ég að skrifa um sannleikann   sem eiginlega engin/n talar um – þegar að kemur að hvatningu eða árangri – og viljastyrk, markmiðum og framleiðni –  og allar þessar kveikjur (buzzwords) sem hafa orðið vinsælar:  Þú ert það sem þú ert – þangað til að þú ert það ekki.  Þú breytist þegar þú vilt breyta.  Þú framkvæmir hugmyndir þínar þegar rétti tíminn kemur.  Það er þannig sem það gerist.

 

Og það sem ég tel að við þurfum öll meira á að halda en nokkuð annað er leyfi til að vera hvar í fjandanum sem við erum þegar við erum þar. 

 

Þú ert ekki vélmenni.  Þú getur ekki búið þér til hvatningu þegar þú hefur hana ekki.  Stundum ertu að fara í gegnum eitthvað.  Stundum er lífið að gerast.  Lífið!
Manstu lífið?  Já, það kennir þér hluti og lætur þig stundum fara lengri leiðina til að læra stærstu lexíuna.

Þú færð ekki að stjórna öllu.  Þú getur vaknað klukkan fimm að morgni á hverjum morgni, þangað til þú ert þreytt/ur og brotin/n,  en ef að orðin eða listaverkið eða hugmyndirnar vilja ekki fæðast,  gerist það ekki.   Þú getur mætt hverjum degi uppfull/ur af góðum fyrirætlunum, en ef að tíminn er ekki réttur,  er það bara ekki rétti tíminn.  Þú þarft að gefa þér leyfi til að vera manneskja.

“If it’s not the time, it’s just not the fucking time. You need to give yourself permission to be a human being.”

Stundum er sagan ekki tilbúin til að vera sögð eða rituð,  vegna þess að þú hefur ekki enn hitt karakterinn sem verður þér innblástur.  Stundum þarftu tveggja ára lífsreynslu í viðbót áður en þú getur skapað  meistaraverkið þitt – eitthvað sem þú upplifir rauverulegt, satt og ferskt  fyrir annað fólk.

Stundum ertu ekkert tilbúin/n til að verða ástfangin/n – vegna þess að það sem þú verður að vita um sjálfa/n þig er einungis hægt að skynja  í gegnum einveru.  Stundum hefur þú ekki hitt næsta samverkamann.   Stundum er sorgin allsráðandi, vegna þess að einn dag mun hún verða ópusinn – sem þú byggir líf þitt á.

.Við vitum þetta öll.   Það er ekki alltaf hægt að stjórna reynslu sinni.   Samt látum við eins og við vitum ekki sannleikann.  Við hömumst við að stjórna og þvinga fram lífið okkar,  að gera sköpun að leik sem við leikum til sigurs,  til að stytta okkur leið – að árangri – vegna þess að aðrir segjast hafa náð honum, –  að ganga í gegnum tilfinningar og óvissu eins og það sé bein braut – en ekki  ferðalag án krókaleiða.

(Bæti hér inn í að það er eins og munurinn á að fara Hvalfjarðargöngin og aka Hvalfjörðinn – sumt er ekki hægt að sjá eða upplifa í göngunum – eins og ef við ökum lengri leiðina  innskot þýðanda).

Þú fattar ekki leikflétturnar  í lífi þínu.  Þú bara gerir það ekki.  Þú færð ekki að stjórna öllum niðurstöðum og viðfangsefnum – þannig að þú sleppir við alla óvissu og óáreiðanleika einhvers sem liggur fyrir ofan þinn skilning.

(Þú færð ekki alltaf að vita hvað er hinum megin við hornið).

Það er grunnur viðverunnar að koma fram eins og þú ert á þessari stundu og láta það vera nóg.

Samt sem áður hegðum við okkur ekki þannig.  Við fyllum hverja stund með aðferðafræðiverkfærum  – og lesum lista yfir 30 hluti sem eiga að keyra áfram okkar náttúruega mannlega eðli.   Við viljum oft gleyma að við erum eins og við erum þangað til að við erum það ekki.  Við erum þau sömu þangað til að við breytumst.

Við getum tekið það örlítið lengra,  með því að leggja fram okkar heilbrigðu siði eða vana – og að mæta í lífið okkar – svona svipað og skógurinn vex,  en það er ekki hægt að leika með tímann.

Tíminn er sá hlutur sem við gleymum oft að lýsa okkur vanmáttug gegn. 

Hlutir eru dimmir – þangað til þeir eru það ekki.  Langmest af óhamingju okkar á rætur að rekja til þess að líf okkar ætti að vera öðru vísi en það er.  Við höldum að við höfum stjórn – og sjálfshatrið og sjálfsfyrirlitningin kemur frá þessari hugmynd að við ætum að geta breytt aðstæðum okkar,  að við ættum að vera ríkari, flottari eða jafnvel hamingjusamari!

Þó að sjálfsábyrgð sé valdeflandi,  getur hún oft kallað fram þessa gremju og biturð – sem ekkert okkar þarf á að halda.  Við gerum okkar besta og – og gefum okkur svo leyfi til að láta það gerast sem gerist –  og ekki vera svona viðkvæm og háð útkomunni.   Tækifærin birtast ekki alltaf eins og við höldum að þau geri.

Þú þarft ekki meiri hvatningu eða innblástur til að skapa þér líf sem þú vilt.  Þú þarft minna af skömm – yfir hugmyndinni að þú sért ekki að gera þitt besta.  Þú þarft að hætta að hlusta á fólk sem eru í öðrum kringumstæðum og á öðrum stað í lífinu – og eru að segja þér að þú sért ekki að gera nóg – eða sért ekki nóg!

Þú þarft að leyfa tímanum að gera það sem hann þarf að gera.  Þú þarft að sjá lærdóm þar sem þú sérð hindranir.  Þú þarft að skilja að það sem er akkúrat  stundin núna  verður innblástur síðar.  Þú þarft að sjá að þar sem þú ert núna verður hluti sjálfsmyndar þinnar síðar.

 

“There’s a magic beyond us that works in ways we can’t understand. We can’t game it. We can’t 10-point list it. We can’t control it.”

 

Stundum erum við ekki tilbúin til að taka á móti því sem okkur langar í.   Stundum þurfum við að leyfa okkur að þroskast  á þann stað sem við getum leyft því sem á að koma birtast.

Við skulum bara segja að það sem þig langar í, langar þig nógu mikið í.  Svo mikið að þú ert að láta þér líða illa svo þú eignist það?  –  Hvað með að slaka aðeins á?  – Kannski er hvatningin þín ekki vandamálið,  heldur það að þú ert að ýta hnullungi upp fjallið – sem bara stækkar eftir því meira sem þú ýtir.

(Vandinn verður meiri eftir því sem þú rembist meira).

„Það er eitthvað miklu stærra og æðra – töfrar sem okkur er ekki ætlað að skilja.  Við getum ekki sett það upp sem leik.  Við getum ekki sett það upp í tíu  atriða lista. Okkur er ekki ætlað að stjórna því.

Við verðum bara að láta það vera – taka skref aftur á bak um stund,  hætta að brjóta okkur niður og leyfa tannhjólunum að snúast sjálfkrafa.    Einn daginn muntu skilja þessa stund – hún mun „meika sens“    Treystu því.

Gefðu þér leyfit til að treysta því.

Hér er hlekkur á pistilinn á frummálinu.  

Þú ert alltaf á réttum stað á réttum tíma ….

LetItBe_2013

2 hugrenningar um “Til þín, sem finnst þú vera að missa af lestinni … (lífinu) ..

  1. Bakvísun: Fimm sjálfshjálparráð úr Biblíunni | JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s