Konur (og menn) ..matur og Guð..

Góðir punktar um sjálfsþekkingu í gegnum umgengni við mat o.fl.  sem ég skrifaði hjá mér í júní 2011 ..

Ýmsir gagnlegir punktar sem koma frá lestri bókarinnar Women, Food and God, .. eftir Geneen Roth.  Þessi ráð gilda í raun varðandi alla fíkn og umgengni okkar við lífið og okkar sjálf.

 

Að gangast við líkama sínum

Ofát er að borða án þess að taka tillit til líkamans og þeirra merkja sem hann gefur þér.  Því er mikilvægt að við lærum að hlusta á líkamann. Við lærum það með því að upplifa hann, beina huganum að honum — þá hættir ofátið.  Við hættum að borða þegar við erum södd, við borðum þegar við erum svöng.

Hugleiðsla hjálpar okkur við að ná tengingu við líkamann og tilfinningar okkar.  Við þurfum að læra hvað það þýðir að búa í líkamanum.  Gera okkur grein fyrir flóttaleiðum frá líkamanum.

 

Að forvitnast – leiðangur inn á við.

Í hvað hungrar mig?  Hvernig get ég fengið mér það sem ég vil án þess að því fylgi neikvæðar skammtíma- og/eða langtímaafleiðingar?  Get ég séð sjálfa/n mig eins og ég raunverulega er?  Er mögulegt að tengjast uppruna elskunnar, ljóssins, – tengjast ró og frið –  og lifa lífi mínu þaðan?  Hvað þarf ég að skoða?  Hvað þarf til?

A) að fella niður varnir

b) að elska sjálfa/n  sig

c) samstöðu með sjálfum sér ..

með því getum við endurtengst okkur sjálfum og raunveruleikanum.

 

Röddin – hvernig á að vinna með hana

„Ætlarðu virkilega að gera þetta. Þú ert alveg ómöguleg/ur. Þetta er ekki hægt.“   Þetta er Röddin, þinn innri gagnrýnandi  (stundum kölluð Egóið) sem yfirgnæfir oft okkar eigin vald.  Ákvarðanir sem eru teknar undir valdi  „raddarinnar“ eru venjulega ákvarðanir sem eru teknar vegna skammar, sakbitni eða vegna  skorts– ákvarðanir sem eru venjulega vondar eða óhollar okkur, vegna þess að þær eru byggðar á ótta við afleiðingar, ekki á sannleikanum.

Við þurfum að aftengja okkur „röddinni“ og gera okkur grein fyrir hvað er okkar eigin rödd og hvað er rödd fortíðar – kannski foreldra, rödd maka eða annarra.  Þessi rödd er lærð og kemur ekki frá eigin kjarna heldur að utan.

 

Guðlegur kjarni okkar

Við leitum oft í fíkn vegna  þess að við gerum okkur ekki grein fyrir í hvað okkur raunverulega hungrar.  Í eitthvað sem við getum ekki nefnt kannski;   tengingu við eitthvað heilagt sem er yfir og allt um kring í okkar daglega lífi.

Við erum annað hvort að stjórna eða leyfa.  Þau sem stjórna eru alltaf að passa sig, taka hvern stjórnunarkúrinn á fætur öðrum, en missa sig inn á milli.  Þau sem leyfa, láta allt flakka, en hvorugur hópurinn er sáttur við sig.

Hvar stöndum við?

 

10422396_898081083551104_7633883796964282996_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s