Mig langar að verða gömul …

Fyrrverandi tengdasonur minn er í vetrarfríi í Kaupmannahöfn með börnin sín tvö.  Þessi börn eru líka börn dóttur minnar – sem var fædd 2. september 1981 og fór yfir til  stjarnanna 8. janúar 2013.  –

Tvisvar til þrisvar á ári hef ég heimsótt þau þar sem þau búa í litlu þorpi á Jótlandi, sem kallast Hornslet. Pabbi þeirra er nefnilega danskur.

Í hvert sinn sem ég fer í heimsókn þykir mér vænna og vænna um þessa tvo „unga“ Ísak Mána sem er orðinn tólf ára og Elisabeth Mai sem er orðin sjö ára.    Þau eru alveg einstök (auðvitað er ég hlutdræg) – en þetta eru einstaklega falleg og góð börn – bæði að utan og innan.

Eiginlega nákvæmlega tveimur árum eftir að mamma þeirra veiktist – eða í desember 2012,  greindist ég með krabbamein í eitlum í hálsi. Það var sortuæxli sem tók sig upp frá 2008.   Var send  í jáeindaskanna í Kaupmannahöfn í framhaldi af því  – á sama spítala og Eva Lind lá síðast,  en þeir voru þrír á þessum tveimur vikum.    Ég hélt eiginlega að ég væri dauðvona þegar ég greindist með krabbamein í annað skiptið.  Flestir setja samasem merki milli krabba og dauða.   Ég sá að hann Stefán Karl leikari,  lýsti því vel,   þessari rússíbanaferð sem þú ferð í við greiningu – þú ert eiginlega búin að kveðja og skipuleggja útför.  –    En nú er komið árið 2016, –  og amman tórir enn og reyndar búin að gera helling síðan hún hélt að komið væri sitt síðasta! 🙂 ..

Ég verð að viðurkenna að mig langar að verða gömul,  amma og langamma.  Fylgjast með þessum ungum og líka sonardóttur minni, henni Evu Rós sem er sex ára,  dafna og stækka.  Langar til að vera til staðar, – kenna þeim alla söngvana sem ég kenndi foreldrum þeirra og bænirnar og leika með þeim og kjánast.

Ég vonast til að þessi tvö,  sem annars búa í Danmörku,  komi oftar heim til Íslands þeirra móðurlands,  og tengist við rætur sínar hér á landi.

Ég ætla að vera meira og oftar með þeim – þau eru minn forgangur – og ég finn svolítið til í hjartanu þegar líður langt á milli,  en auðvitað er ég glöð vegna þess að þau eru í góðum höndum hjá pabba sínum og bedste og farfar í Danmörku,  en þau eiga afskaplega góða föðurömmu og afa þar sem sinna þeim svo vel.

Það er svo gott að sjá hvað þau dafna og eru glöð börn!  ❤

Það er eiginlega ómetanlegt!

14691070_10211071390998265_8447225716145179340_n

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s