„Eitthvað fallegt“ …

 

Samþykktu sorgina
Ekki flýta þér frá henni
Taktu á móti henni eins og gesti
Gefðu henni tíma og hlustun,
veittu henni skilning
og kærleika.
Þið kveðjið í sátt
hún heldur sína leið
Við og við minnir hún á sig
Þú kinkar kolli
„Já – ég man eftir þér,
ég veit af þér –
en ég hef ákveðið að sættast við þig“
því að úr jarðvegi sáttarinnar
sprettur eitthað nýtt
og fallegt.

Þetta ljóð kom til mín í morgun,  15. nóvember 2016,  þegar ég var að hugsa til kærrar vinkonu, sem er nú í djúpri sorg. Þetta er mín eigin reynsla og upplifun, um mikilvægi þess að bægja ekki sorginni frá – heldur taka á móti henni og líka um mikilvægi þess að sættast við hana, þó það hljómi undarlega að það sé hægt, en til að festast ekki þá þurfum við að fyrirgefa því sem gerðist – og ná sáttum, – til að eiga möguleika á að taka á móti systur sorgarinnar sem er gleðin.

ros

2 hugrenningar um “„Eitthvað fallegt“ …

  1. Takk fyrir kæra Jóhanna og alla hina póstana sem eru svo uppbyggjandi! K.kv. Ingibjörg K.

    On Tue, 15 Nov 2016 14:27:52 -0000, JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, wrote: >

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s