Er sjónvarpið altari heimilisins? …

Þar sem ég hef verið að heimsækja ungt fólk – og eldra,  hef ég tekið eftir risastórum sjónvarpsskjáum í miðju heimilisrýminu.  Yfirleitt í stofunni.  Á tímabili voru sum heimili með sjónvarp í hverju herbergi.  Ég kom einu sinni inn á svoleiðis heimili, – og þar var klósettið ekki undanskilið. –

Þegar elsta stelpan mín var u.þ.b. fjögurra ára,  fórum við saman í bankann og hún lék með kubbaspjaldið og legókubba,  og ég fór að borga reikninga (augljóslega fyrir tíma heimabanka).    Þegar ég var búin gekk ég að kubbaborðinu og þar hafði hún smellt kubbum í hring á spjaldinu og einn kubbur í miðjunni.   – Ég spurði hana hvað þetta væri og hún svaraði að bragði:  „þetta er heima hjá okkur“ .. og svo spurði ég út í kubbinn í miðjunnni og þá var svarið:  „Þetta er sjónvarpið“ ..

Barnið sá s.s. sjónvarpið sem miðju – eða kjarna heimilisins og ungu mömmunni brá.  Þegar ég kom heim,  fluttum við sjónvarpið – sem hafði staðið í stofunni – í kjallarann.  Það er ekki alltaf hægt – þegar rýmið er þröngt – að flytja sjónvarpið,  og kannski enn síður þegar það er orðið risastórt.   En það er ein lausn sem ég hef séð hjá sumum,  og það er að breiða fallegan dúk yfir skjáinn þegar það er ekki í notkun,   því þá verður það ekki svona afgerandi.

Auðvitað skiptir máli hvernig við notum sjónvarpið –  hvort það er dynjandi allan daginn með alls konar skilaboð sem okkur í raun koma ekki við – en virka jafnvel sem einhvers konar heilaþvottur.  😦      En þetta er alla veganna eitthvað til að hugsa um.

Ef stelpan mín væri fjögurra ára aftur og sæi mömmu sína núna,  myndi hún eflaust kubba konu með tölvu framan á sér.    Það eru mín skilaboð,   því ég ver of miklum tíma í tölvu.  Sem betur fer get ég gert margt gott,  eins og að vekja til umhugsunar – í tölvu.   En stundum er það bara hangs og tímaeyðsla.   Það er fyrir mig að íhuga og annað fyrir aðra.

Það er alltaf gott að íhuga hvað það er sem við erum að gera og hvernig – og hvaða upplýsingar við erum að taka inn og hvernig.

Kannski upplagt við upphaf nýs árs – að velja sér annað „altari“ ..  en sjónvarpið – eða tölvuna?

10708620_10204534098006208_4729771913170074469_o

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s