„Teiknaðu broskall“ ….

Á fundi með eldri borgurum í Biskupstungunum í dag – óskuðu þau eftir að ég kynnti mig og ég sagði þeim frá ævi minni frá 101 Grettisgötu til 801 Skálholt – og það var ekki undan því komist að segja frá þeirri lífsreynslu að missa dóttur mína í janúar 2013.

 

Ég hafði verið með fjóra einstaklinga með fötlun, í sjálfstyrkingarnámskeiði m/meiru  á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands um vorið,  og ég hafði ætlað að gefa vorönnina frá mér vegna aðstæðna minna.   Það var svo ákveðið að fresta þeirri ákvörðun og í mars var ég mætt í kennslustofuna.

Á haustönn höfðum við haft þann sið að hver tími hófst með því að ég teiknaði broskall á töfluna.   Vegna þess að við ætluðum jú,  að vera mjög jákvæð 🙂

Ég þurfti að taka á honum stóra mínum og anda djúpt – þegar ég gekk inn í fyrstu kennslustundina, – mér leið satt að segja ekkert voða vel og vissi ekki alveg hvort ég gæti komist í gegnum þetta.  –   Þá heyrðist í einum af nemanda mínum segja hátt og skýrt:  „Teiknaðu broskall!“ ..

Mikið svakalega létti mér og ég fór að hlæja og teiknaði að sjálfsögðu broskall á töfluna!  ..

Þetta var svona: „Life goes on“  .. eða „Lífið heldur áfram“ .. stund .. og í raun stundir ..

Það var gaman að segja frá þessu og eldri borgararnir hlógu með mér – þegar ég sagði söguna,  en skildu kannski eins og ég hversu mikilvægt er að fólk sé bara eðlilegt sem tekur á móti manni eftir áföll…   sýni samúð og hlýhug ..  en sé þau sömu og áður! ..

Þarna steig ég stórt bataskref – lífið hélt áfram ..

bros

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s