Hvort er betra að trúa á Guð eða annað fólk? ….

Trúðu á tvennt í heimi, 

tign sem æðsta ber, 

Guð í alheims geimi, 

Guð í sjálfum þér.

Steingrímur Thorsteinsson.

Sálfræðingur nokkur – sem heitir Sophie – var að lýsa því hvað hjálpaði okkur við að komast áfram í lífinu og hvað það væri sem héldi aftur okkur.   Eitt atriðanna sem heldur aftur af okkur,  – af því t.d. að vera við sjálf,  er annað fólk.

Í vísunni hans Steingríms Thorsteinssonar – er talað um að trúa á tvennt – Guð og Guð í sjálfum sér.   Ekki á Gunnu eða Jón,  Sigga eða Stínu.  –  Ekki er heldur talað um að trúa á fjölskyldumeðlimi – eða gera þau að þínum guðum.

Það er áhugavert að þessi Guð í alheims geimi og Guð í sjálfum þér er hinn sami guð – auðvitað.   „Guðs ríki er innra með yður“ …  Við þurfum ekki að leita langt.

Sophie, sem ég minntist á hér áðan – talar um að við gerum annað fólk að „Guði skoðana okkar“ –  það s.s. ákveður hvað við hugsum, hversu verðmæt við erum og hver við erum.   Það er ekki óeðlilegt, t.d. vegna áhrifa frá fjölskyldu – úr uppeldi – frá vinum og samfélaginu öllu.  „Hann segir“ .. „hún segir“  o.s.frv. –    Þarna erum við alltaf að láta annað fólk ákveða hver við erum og hvað okkur finnst.    Lífið er í raun endalaus varnarbarátta við skoðanir, áhrif og álit annars fólks.

Jafnvel þó að þetta fólk sem löngu farið úr okkar lífi,  jafnvel dáið – þá getur það enn haft áhrif á okkur, sérstaklega ef það hefur haft áhrif í bernsku.   Einhver sem sagði að við værum ómöguleg sem börn,  á enn rödd í höfðinu á okkur vegna þess að við trúum þessari rödd.   Við trúum rödd kennarans sem sagði að við gætum „aldrei teiknað“ ..

Það er flókið að losna undan þessum ytri röddum,  vegna þess að við sjálf höfum tileinkað okkur þær vegna þess að einu sinni trúðum við þeim.

Hvað getum við gert?    Við getum skipt um trú! –  Trúað á Guð og trúað á Guð í okkur sjálfum.  Trúað á skilyrðislausa ást Guðs – sem leyfir okkur að vera við sjálf.    Ef við höldum áfram að trúa á fólkið – þá kemst Guð ekki að – og okkar eigin rödd kemst ekki að.  Það er eins og að fólkið myndi varnarvegg á milli okkar sjálfra og Guðs.    Við náum ekki samhljóminum með Guði – því að þarna kemur truflun.

Getum við sleppt öllu þessu fólki og þessum röddum?  Hvort sem það eru fornar raddir, eða þær sem við erum að glíma við í dag?    Einhver sem segir „hver þykist þú vera?“  Þegar þú í raun bara vilt vera – punktur – og ekkert „þykist“ við það?

Nýlega var ég spurð að þessu: „Hver þykist þú vera?“ .. og mér fannst áhugavert að huga að tilgangi spyrjandans? –   Hvaða hvatir liggja að baki því að reyna að draga úr heiðarleika eða einlægni manneskju með því að spyrja hana hver hún „þykist“ vera?

En hver hefur ekki fengið svona manneskju á öxlina – ekki endilega manneskju af holdi og blóði, heldur  svona ósýnilegan púka – sem segir einmitt „Og hver þykist þú vera?“ .. og dregur sjálfa/n sig niður – vegna þess að það er búið að innprenta í okkur að við eigum ekkert að láta bera á okkur,  eða að okkar orð hafi ekki vægi.  –   Þegar þessi púki fer í ham,  verðum við endilega að gefa honum seglbit .. og segja bara:  „Ég er ekkert að þykjast – ég bara ER“ .. og láttu mig svo í friði því ég trúi ekki á þig! ..

Þessi púki er einhvers konar rödd úr fortíð – eða nútíð –  og við þurfum bara að segja honum að hann sé hlægilegur og við höfum tekið okkur vald á eigin lífi.

Guð er miklu sterkari en þessi púki ..   Guð birtist í englinum á hinni öxlinni – sem samþykkir okkur eins og við erum og elskar okkur skilyrðislaust – enda skapari okkar.

Það er ágætt að hugleiða boðorðið um að hafa ekki aðra Guði í þessu samhengi, –  að mannfólkið í kringum okkur sé ekki orðnir guðirnir okkar – sem við trúum á og látum stjórnast af.    Það er nokkurs konar hjáguðadýrkun!

Við hættum að gefa valdið yfir okkar lífi til annars fólks – valdið yfir okkar hugsunum til annars fólks –  við tökum okkur hið Guðs gefna vald – treystum Guði í alheims geimi og Guði í okkur sjálfum!

971218_563124067057884_436886814_n(1)

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s