Sátt – Limbótjörnin – Aðgerð …

Sumir segja að staðurinn milli jarðar og himnaríkis heiti Limbó, það er reyndar einhvers konar útjaðar helvítis – en helvíti er auðvitað ekki staður heldur hugarástand.   Það er líka stundum talað um Limbó sem stað óvissunnar – svona „hvorki-né“ stað þar sem við erum föst í ákvarðanafælni og kannski bara föst í röfli.   Þetta er alla veganna minn skilningur og notast ég við hann hér. –
Ég hef þá trú að sáttin sé einn besti staður til að vera. –  Því að út frá sáttinni sprettur eitthvað gott.  Það er eins og góð gróðurmold.    Ef við erum ósátt – þá þurfum við að gera eitthvað til að komast úr ósáttinni í sáttina.  Það er það sem ég kalla hér í titlinum „Aðgerð“ .   EN  sumt fólk fer í Limbótjörnina að synda.   Það tautar og kvartar yfir örlögum sínum – og ómöguleika lífsins.   Svo segir það kannski „það verður engu breytt – og ég mun ekki vera sátt/ur“ ..     Kannski nærist það á þessu? –   Er það þetta sem átt er við þegar fólk velur eymdina? –   Uppi á vegg á einum sjálfsræktarfundi hékk skilti sem stóð „Eymd er valkostur“ ..   Limbótjörnin er líka valkostur. –

Eckhart Tolle – segir frá því að við séum með það sem kallast „sársaukalíkami“ –  hann nærist á vondum fréttum,  baknagi og fleira. –    Þau sem synda í Limbótjörn eru öll að næra sinn sársaukalíkama og hann fitnar vel.   Þeim líður ekki vel – eða það er svona „súrsæt“ líðan.   Þau leita að ástæðum og vandamálum til að sannfæra sjálfa sig að vera í Limbótjörninni.  (svipað og að velja ástæður til að drekka áfengi – eða borða óhollan mat – þó maður viti að það geri manni ekki gott).
Ef einhver bendir þeim á að þau séu að synda í Limbótjörn og það sé vondur staður að vera á,  – eða reynir að hjálpa þeim upp úr – verða þau afskaplega fúl og  jafnvel deyja – því þau fá heldur ekki næringuna sem þau „þrífast“ á,  þ.e.a.s. að  kvarta og kveina og taka inn óhamingju heimsins.  –

Hvað er til ráða?  –  Það verður hver og ein manneskja að velja sjálf hvar hún vill vera stödd.

Það versta við þetta er að „Limbófólkið“ –  reynir stöðugt að lokka fleiri í tjörnina, því það vill hafa fleiri með sér í óánægjunni –   fólki sem bendir þeim á að sætta sig við sín örlög – er umsvifalaust vísað frá eða stimplað sem „leiðinlegt“ eða „afskiptasamt“  – ef það er ekki farið vegna þess að það þolir ekki við,  eða fólk sem bendir þeim á að ef þau eru óánægð í Limbótjörn – ættu þau að fara upp úr .. er líka afskaplega óvinsælt.

Já, – það er þá best að leyfa óánægða fólkinu í Limbótjörn að vera í friði í sinni tjörn  – og halda áfram að kvarta og kveina – og næra sinn sársaukalíkama.

Hversu mikið sem við elskum þetta fólk þá getum við ekki hjálpað þeim sem vill ekki hjálpina.   

EKKI BENDA ÞEIM Á LEIÐINA UPPÚR ..  nema þau biðji um það ..

Verst þegar þetta fólk dregur  með sér annað fólk ofan í tjörnina – fólk  sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér ,  kannski eru það börn,  nú eða fólk  sem er auðvelt að stjórna vegna þess að það er valdalítið  .. í eigin lífi.

Svo er annað:  Kannski er þetta bara ákveðinn skóli sem þetta fólk hefur valið sér.  Að vera í Limbótjarnarskólanum?  ..    og prófið er þeirra að sigrast á – og enginn má hjálpa þeim nema þau sjálf og þeirra æðri máttur? …

Guð gefi mér æðruleysi

til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt

kjark til að breyta því sem ég get breytt

og vit til að greina þar á milli.

Kannski skiljum við bara ekki hvort annað … eins og þessi tilvitnun Alan Watts gefur til kynna:

“Kindly let me help you or you will drown,” said the monkey putting the fish safely up a tree. – Alan Watts

Að lokum:  ég bið alla fiska sem ég hef viljað hjálpa upp í tré – afsökunar á því. –   Ég vil ekki meiða neinn – hvað þá drepa. –  Ég vissi bara ekki betur þá en veit það núna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s