Skrítna og stórhættulega „skepnan“ Meðvirkni.

Þessi pistill kviknaði í morgun, – þegar ég fór að sjá samhengi hlutanna. Ég hef stundum spurt mig „Hvað viðheldur einhverju vondu“ .. en svarið er nær en mig grunaði. Það er ekki einhver flokkur, eða mafía. Það er meðvirknin sem gerir það. Hver kýs Trump og hvers vegna? – Hver kýs að hafa áfram þá flokka við stjórnvölinn sem forgangsraða fyrir hina ríku? – Hvers vegna kjósum við ekki jöfnuð og samvinnu? – Ótti við breytingar – þrælsótti? – Meðvirk manneskja er hrædd manneskja. Ef við hættum að vera hrædd hvað gerist þá? – Við erum langhræddust af ÖLLU að vera heiðarleg við þau sem okkur þykir vænst um. Hvers vegna? – Vegna þess að við erum (enn og aftur) hrædd við að missa. Ekki láta óttann vera ráðandi afl í lífinu okkar.

Hér hefst hinn eiginlegi pistill: 

Ég heiti Jóhanna og ég er meðvirk.   „Hæ Jóhanna“ …  .. mynduð þið svara ef þið væruð með mér á „CODA“ fundi – Codependent anonymus,  en þið eruð það ekki.   Samt eru allar líkur á því að allir eða flestir sem hér lesa séu á einhvers konar „meðvirknirófi“ .. vegna þess að fæst okkar kunna að elska okkur nógu mikið,  eða meta hvað við erum verðmæt! –

Ég er,  í dag, afskaplega þakklát fyrir það að hafa lært um meðvirkni og að skilja hvernig hún virkar.   Því að SKILNINGUR  er okkar besti vinur og vinkona,  verkfæri sem vinnur með en ekki á móti. –

Þegar við erum meðvirk erum við líka hrædd. –  Það er enginn ótti í elskunni, – og ef við elskum meira (okkur sjálf)  þá  göngum við inn í óttann í hugrekki og af heilindum.

VIÐ ERUM VIÐ SJÁLF – VERÐMÆT OG ÓHÁÐ ÞVÍ AÐ ÞURFA ELSKU EÐA VIÐURKENNINGU FRÁ ÖÐRUM …

þegar við fæðumst erum við ómeðvirk og skilyrðislaust verðmæt,  en strax sem lítil börn – er farið að forrita okkur, með því að kenna okkur að verðmæti okkar liggi í því hvað við gerum, en ekki hvað við erum.   Svo er reyndar reynt að troða upp á okkur hugmynd hver við erum:  „ég er: löt – leiðinleg – frekja – óhemja – dónaleg o.s.frv.“   Þetta eru neikvæðu stimplarnir,  svo eru það þessir góðu  „góð – dugleg – stillt – tillitssöm o.s.frv.“ ..

Svo erum við allt lífið að kalla eftir góðu stimplunum en sárnar yfir vondu stimplunum,  en samt erum við ekki þessir stimplar.

Við erum nefnilega ekki það sem við gerum.  Við erum ekki starfið okkar, hegðun okkar, maki, eigur o.s.frv. –

(þræls) ÓTTINN

Ótti okkar sem fullorðinna meðvirkra einstaklinga liggur í því að missa.  Missa eigur, tekjur, húsnæði, – jafnvel að missa andlitið þegar við viðurkennum hver við erum. –

Því miður virðist óttinn vera valdamikill í lífi flestra. –  Ótti við breytingar – „við vitum hvað við höfum en ekki hvað við fáum“ ..

Íslenskt samfélag og fleiri samfélög eins og bandarískt samfélag (augljóslega) er drifið af ótta. –   Annars myndi fólk ekki kjósa TRUMP, –  og leiðtoga sem velja einstaklingshyggjuna fram yfir  jafnaðarstefnu,  eða að velja kerfi þar sem flestir fá heilbrigðisþjónustu – menntun og önnur lífsgæði sem okkur finnst sjálfsögð.   Þá eru einhverjir hræddir við að „missa“  spón úr sínum aski og einhverjir hræddir við að  breyta frá ríkjandi hefðum og kerfi.

Að velja eitthvað sem er byggt á ótta við að missa – er eins og að byggja á sandi.

Ótti er nokkurs konar heimska –  „Á sandi byggði heimskur maður hús“ ..  en elskan og trúin  er bjargið –  „Á bjargi byggði hygginn maður hús“ ..

Ef byggt er á sandi mun fjara undan  …

Í jólaprédikuninni las ég orð engilsins sem kom til hirðanna  „Óttastu eigi“ ..  og svo var það engillinn sem sagði við Jósef  „Óttastu eig“ ..  Í 23. Davíðssálmi .. syngjum við „Þó ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt“ ..

Hvað ef við hættum öll að óttast og hætta að hlusta á meðvirkniskepnuna sem segir okkur að við eigum að vera hrædd og segir okkur að við séum ekki nógu – eitthvað  – og trúum englinum?   Hverju myndi það breyta í þínu lífi að vera ekki hrædd/ur.   – við almenningsálit,   við yfirvöld,  við vinnuveitanda,  við maka, við foreldra,  við börnin sín ..  já sumir foreldrar eru hræddir við að segja nei við börnin sín 😦      Hvers vegna?    Vegna þess að þau eru hrædd um að börnin fari upp á móti þeim, og  jafnvel ….  elski þau ekki  …

Sonardóttir mín reyndi þetta við mig einu sinni, þegar ég neitaði henni um sleikjó.  „Amma þá elska ég þig ekki“ ..   (ég kímdi innan í mér – en var líka brugðið hversu fljótt hún lærði að nota aðferðir samfélagsins) .. en svaraði henni,  „sama hvað þú gerir – þá elska ég þig samt“ .. og hún varð hissa.   „Líka þegar ég er óþekk?“ –  „Já, líka þegar þú ert óþekk – það breytir því ekkert að ég elska þig“ ..   Hvað gerðist svo – hún kom til mín og knúsaði ömmu sína.  Hún talaði um þetta samtal í margar vikur á eftir, henni fannst svo sniðugt að vera elskuð – sama hvað. –

En hvað kennir þetta okkur.  Það er að vera ekki þau sem fara að „gefa sleikjó“  til að „kaupa“ okkur viðurkenningu og ást,  og þegar við höldum að einhver elski okkur ekki eða segja okkur að við elskum ekki,  þá  elskum við bara sjálf þess meira.

Ein skýring á meðvirkni er að reyna að fá hjá öðrum það sem við höfum ekki sjálf.  Það gildir um elskuna.  Ef við höfum ekki sjálfsást eða upplifum ekki sjálfsverðmæti, viljum við fá ást og viðurkenning á verðmæti okkar frá öðrum.

Við fæðumst verðmæt – perlur – og það breytist aldrei.  Það er bara okkar hugsun sem hefur verið brengluð sem breytist,  – og það þarf að afrugla þá hugsun.

VIÐ ERUM ÖLL ÓENDANLEGA VERÐMÆT –  NÚNA.  –

Ef við trúum þessu þá erum við ekki lengur hrædd, – þá segjum við okkar skoðun,  þrátt fyrir að eiga á hættu að missa „vini“ eða fólk sem okkur þykir vænt um.  Því að sannleikurinn frelsar okkur frá óttanum og falsinu.

Fangelsi hugans er ekki betra en veraldlegt fangelsi.

Skiptir einhverju máli að skilja meðvirkni og hvernig hún virkar? –  Jú, það skiptir svo miklu máli að líklegast væri mannlífið heilbrigðara og mun betra – og við kæmum fram af einlægni og heiðarleika og værum laus við afneitun og  sjálfsblekkingu.

Til að sjá meðvirkni – þarf að skilja meðvirkni – og ÞÁ   er hægt að takast á við hana –  þegar hún hvíslar næst að okkur .. þá brosum við í kampinn – í staðinn fyrir að bregðast við sem hræddir einstaklingar – eða særð börn,  þá klöppum við henni bara og tökum þannig af henni völdin ..  og segjum ..  „það mátti reyna“ .. 😉 ..

Óttumst ekki – verum HUGRÖKK

Við eigum öll okkar innra barn,  þetta barn sem fæddist verðmætt og ómótað af samfélagshugmyndum –  þegar við erum að hugleiða þá getum við tengst þessu barni,  og við getum lært að elska það og virða og leiða það um heiminn eins og það á skilið.

Hvað átt þú skilið?   _____

Takk Vala mín .. fyrir vakninguna ..

16869_1302092306158_3378390_n

Ein hugrenning um “Skrítna og stórhættulega „skepnan“ Meðvirkni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s