Að fara gegn eigin samvisku eða lífgildum …

„Mér finnst þetta rangt – en ég verð að gera það vegna þess að yfirmaður minn sagði mér að gera það.  –  Ef ég geri það ekki,  þá á ég á hættu að fá skömm í hattinn og jafnvel missa laun og atvinnu ….

„Mér finnst þetta rangt – en ég geri það samt,  vegna þess að kærastinn minn segir að ég sé leiðinleg ef ég geri það ekki. – Ef ég geri það ekki á ég á hættu að kærastinn fari frá mér og þá er ég orðin ein.“ ..

Hér að ofan eru tvö dæmi um manneskjur sem fara gegn eigin sannfæringu – segjum jafnvel að þær mótmæli við viðkomandi,   en ekki sé gefið eftir og þær þora ekki annað en að láta undan,  en um leið gerist það  sem er svo vont,  þær þóknast vilja  yfirmanns/kærasta,   en brjóta á eigin vilja.

Hvað gerist í sálarlífinu? –   Jú,  sjálfsvirðingin býður skaða og sjálfsálitið.   Samviskan – sálin – eða það sem við köllum stundum „hið innra barn“    kallar hátt – „ekki gera þetta – þú veist betur“  en þú þaggar niður í barninu, eða ræður ekki við að sinna því vegna þess að kannski ertu brotin/n fyrir. –

Þetta er vondur staður að vera á, –  og svona brýtur okkur niður.

Við tölum oft um að lifa heil og af heilindum,  en þetta er ekki að lifa heil.    Þegar þetta gerist brotnum við meira.

Skoðum hvað gerist ef þú setur niður fótinn – og segir „NEI“ við vinnuveitandann – „ég er ósammála þér og get ekki hugsað mér að gera það sem þú ert að biðja mig um því að það brýtur gegn mínum lífsgildum“…    Þú ert þarna orðin „uppreisnarmanneskja“  .. og ef að vinnuveitandinn segir þér ekki upp á staðnum,  þá er hann alla veganna kominn í vörn gegn þér  svo leiðin er eiginlega bara út. –     Kannski ertu hrædd/ur við að vera dæmd/ur fyrir að halda ekki vinnunni? –    Kannski dæmir þú sjálfa/n þig?

Sama gildir með makann ..   sumum finnst skömm að skilja, að hafa ekki „úthald“ í sambandinu, – og ekki hægt að segja fólki frá öllu sem gekk á,   þó þú skiljir það.

Er ekki svakaleg áhætta fólgin í því að standa með sjálfum sér og eigin sannfæringu?  –

Eitt besta svarið við þessu er hjá Brené Brown,  sem er félagsráðgjafi og hefur rannsakað skömm og berskjöldun.

Hvort er meiri áhætta?  Að sleppa því sem fólk hugsar – eða að sleppa því hvernig mér líður,  hvernig ég trúi, og hver ég er?

Það er nefnilega þannig að þegar við erum farin að gefa afslátt af lífsgildum okkar og samvisku,  þá erum við að setja okkur sjálf á útsölu,  – jafnvel talað um að selja sálu sína.   Þess vegna líður okkur illa.  –  

Verum hugrökk ..  fyrir barnið sem okkur var treyst fyrir – þegar okkur var gefið líf.
Það mun verða að eilífu þakklátt.  –

Hvers virði er það? ….     ❤

536703_549918495048818_1296317144_n 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s