„Þetta er svo ósanngjarnt“…

„Allir í röð – 1,2,3,4,5 …   “    Við mannfólkið höfum búið til kerfi,  þar sem allt fer eftir röð.  Sá sem mætir fyrstur fyrir framan dyrnar við Iphone búðina – fær að kaupa fyrsta Iphone-inn. –     Það finnst okkur sanngjarnt.  Ef þeim sem stæði í miðið – eða jafnvel þeim sem væri bara að mæta á svæðið væri kippt inn til að versla fyrstur –  myndi restin af röðinni kalla  „Þetta er svo ósanngjarnt“ .. og það væru allir sammála því. –  Það er vegna þess að þannig er okkar kerfi. –

Við fæðumst .. verðum  eins, tveggja, þriggja, fjögurra, fimm ….   allt upp í hundrað ára eða meira. –  Ef við færum eftir OKKAR lífsreglum,  myndu þau elstu fara fyrst úr þessu jarðlífi og þau sem eru yngst  – komu síðast – fara síðast.

Við getum ekkert sagt um hvort það er réttlátt eða ranglátt fyrir þau sem fara,  – að þau fari, því við vitum ekki hvað bíður þeirra „hinum megin“ ..  það er kannski ekki iphone, en kannski eitthvað ekki svo slæmt? ..

Við munum eflaust hugsa að það sé sorglegt að þetta fólk missti af ákveðnum hlutum mannlegrar tilveru,  en um leið vitum við ekki hvort það sé eitthvað betra sem þau fá í staðinn? –

Við vitum að við sem eftir erum,  söknum þeirra og hefðum viljað hafa þau með okkur – í hversdeginum okkar,  við tímamót – bæði persónuleg og almenn eins og á hátíðisdögum.

Það er ósanngjarnt að hafa þau ekki með.  En ósanngjarnt eftir okkar reglum,  en kannski ekki einhverjum alheimsreglum sem okkur er fyrirmunað að skilja, einhverju stærra samhengi kannski? –

Kannski er einhver „sanngirni“ í þessu – sem okkur er lífsins ómögulegt að skilja,  því við þekkjum bara „rétta“ röð.   „1,2,3,4, 5…. 100“ .. en ekki  1, 2,  100,  5,  8, .. eða einhvern veginn svoleiðis.

Eins og hendi sé veifað er einhver nákominn  farinn – og við bjuggumst alls ekki við því.   Við reiknum með að manneskja á níræðis – eða tíræðisaldri eigi skammt eftir – það er eftir okkar kerfi og reglum.   Það þykir sanngjarnt – því  að viðkomandi er búin/n að fá að lifa svo lengi! –

Við viljum að öll kertin fái að brenna út.  Að ekki sé slökkt á þeim þegar kannski nýbúið að kveikja – eða hálfbrunnin.

kerti

Það er einhver óregla á þessu öllu,  óregla sem er ósanngjörn.   En það er líka svo gífurlega margt annað ósanngjarnt og ójafnt deilt.  T.d. bara aðstæður fólks.  Sum börn fæðast inn í verndað umhverfi og önnur inn í stríðsástand.   Það er ósanngjarnt. –  Svo sannarlega.

Vegna þess að ég er manneskja skil ég ekki hvernig alheimurinn virkar,  en ég veit að miðað við okkar mannanna regluverk  er mikið af ójöfnuði og ósanngirni í heiminum.   Hvers vegna fær einn að lifa lengi og annar ekki?    Hvers vegna  deyr einn úr hungri á meðan annar glímir við ofát? ..

Sumt gætum við mannfólkið  kannski lagað sjálf  – eins og misskiptingu auðs og gæða.  Eins og að semja frið  – þannig að öll börn fæddust inn í verndað umhverfi?

Kannski þurfum við bara að hætta að miða allt við OKKAR reglur og átta okkur á því að það er einhver alheimsregla „þarna úti“  sem við skiljum ekki,  og kemur okkur sífellt á óvart.  Hvernig er best að gera það?  –

Ég er ekki með öll svörin,   en þessi margumtalaði „máttur í núinu“  er skásta svarið sem ég hef kynnst hingað til.   Að njóta augnabliksins,  að njóta núna – þess sem við höfum og eigum.   Að njóta núna þeirra sem eru okkur nánust og ekki vera of upptekin í einhverju öðru .. að hugsa um það sem við höfum ekki .. og vera þannig fjarri þeim í huga sem við höfum núna til að knúsa og faðma? ..

Þau sem farin eru – hafa fært okkur sem eftir stöndum vitneskju um mikilvægi þess að njóta og lifa. –   Það ber að virða og þakka.

„Þegar okkur skilst loks að við eigum takmarkaðan tíma á jörðu – og við eigum þess engan kost að vita hvenær okkar tími kemur – tökum við loks að lifa hvern dag í botn, eins og hann væri okkar síðasti. „

ELISABETH KUBLER ROSS
1926-2004

kubler

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s