Hjóna-pararáðgjöf …

Inngangur: 

Ætla að „dæla“ þessu út á alnetið. Ég hef oft fengið pör/hjón í „sófann“ og hef mælt með að þau prófi að leggja dómhörkuna og smámunasemina á hilluna, – en á móti að láta ekki bjóða sér neitt sem er gegn þeirra lífsgildum eða siðferði. Það er eitt „verkfæri“ sem fylgir þessum pistli – en það er „para-appið“ eins og við Helgi – sambýlismaður minn,  höfum kallað það í gamni, en það er að senda hvort öðru hrós- eða þakklætisbréf fyrir það sem vel er gert, en líka segja hreinskilnislega frá því sem okkur líkar ekki = vera heiðarleg.
Þetta er auðvitað bara einfaldur pistill og talar ekki inn í raunveruleika allra, en hjálpar kannski einhverjum. – Það er svo mikilvægt að standa ekki í stríði heima fyrir – það er víst nóg af slíku útí heimi.

Elskurnar mínar …   hann Eckhart Tolle skrifaði – eða sagði einhvers staðar að maður/kona lærði meira um sambönd – af  mörgum „misheppnuðum“ samböndum,  en að að búa einn á eyðieyju.  –

Það sem ég hef komist að – og er gott að hafa í huga er að:  Vera ekki smámunasöm.  Pæla hvað það er sem virkilega skiptir máli í sambandinu. –

Nokkur STÓR  lykilatriði – og undirstöðuatriði:

1.  Heiðarleiki ..segjum satt – bæði það sem okkur líkar ekki og það sem okkur líkar. –   Það er grunnurinn,   því að um leið og við förum að ljúga eða halda aftur af sannleikanum byrjar að fjara undan sambandinu.

2.  Traust …  það er skylt heiðarleikanum –  ekki lofa einhverju sem þú getur ekki staðið við.

3.  Hrós og þakklæti  …   þetta er undirflokkur við heiðarleikann,  en af hverju ekki að segja makanum okkar hvað það er sem við sjáum við hann sem er gott?   Taka eftir því góða og þakka það.   Skrifa „hrós-og þakklætisbréf“   eins og við værum að skrifa meðmæli.   Það sem við veitum athygli vex  (staðreynd).

4. Málamiðlun …   sambandi fylgir það að gefa og þiggja  – á víxl.   Líka gefa eftir og  að makinn gefi eftir.    ALDREI á þó að gefa eftir af eigin lífsgildum og siðferðiskennd og ef þið eruð í vafa – fáið þá lánaða dómgreind hjá ráðgjafa.   Dæmi um „ranga“ málamiðlun  – sem ég hef einu sinni fengið í ráðgjafaviðtali.  Maðurinn vildi horfa á klám – og vildi að konan gerði það líka.  Hún vildi það ekki og honum fannst að hún ætti að gera það fyrir hann, – og hún hafði gert það til að þóknast honum og vildi  ekki „vera leiðinleg“..     Um leið og við erum farin að þóknast öðrum og fara gegn eigin lífsgildum og siðferðiskennd þá er það rangt.

5.  Lítum í eigin barm …   hvernig erum við sjálf í sambúð?  ..   erum við dómharðari á maka okkar en okkur sjálf? –

Það eru mörg önnur atriði sem skipta máli líka .. en ég ætla að láta þennan lista duga í bili – því þetta er mikilvægast.  EF makinn þolir ekki sannleikann og  þið getið ekki unnið út úr honum þá eruð þið kannski ekki rétt fyrir hvort annað? –

Sönn saga:

Einu sinni var kona sem var alltaf að kvarta við samstarfskonur sínar yfir „kallinum“ sínum.  Þær voru skilningsríkar, en líka mjög þreyttar á umkvörtunum.  Einn daginn spurði ein samstarfskonan hvers vegna hún væri eiginlega í þessu hjónabandi ef maðurinn væri svona ómögulegur.   Konan hikað þá og sagði hann nú eiga ýmsa kosti.  – Þá ráðlögðu samstarfskonurnar henni að skrifa niður það sem henni þætti vænt um í fari hans og væri þakklát fyrir – og það sem hann gerði fyrir hana.   Hún tók þær á orðinu,  og skrifaði þetta í bók – samviskusamlega á hverjum degi í heilan mánuð.  –  Eftir mánuðinn gaf hún manninum bókina til aflesturs.  Hann varð hrærður og afskaplega þakklátur.   –  Hún hafði líka fundið það, þegar leið á mánuðinn að hún varð sífellt ánægðari með manninn.

Hann ákvað að svara í sömu mynt og fór að skrifa niður hrós og það sem honum þótti gott í fari konu sinnar, –    og skrifaði niður eitthvað á hverjum degi og gaf henni síðan.    Ekki fylgir sögunni hvort þau héldu þessu áfram,  en konan var hætt að kvarta yfir kallinum þegar hún kom í vinnuna og sjálfri leið henni miklu betur. –

Það sakar ekki að prófa þetta – því eins og stendur hér í einum liðnum að ofan:

„Það sem þú veitir athygli vex“  og ef þú tekur aðeins eftir löstum makans – vaxa þeir í þínum augum – að sama skapi ef þú tekur eftir kostum hans – vaxa þeir líka. –

Okkar er valið!

556212_332315983512626_1540420215_n

Ein hugrenning um “Hjóna-pararáðgjöf …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s