Hlustun og kærleikur ..

Ég hef undanfarið verið að íhuga hvernig við mætum náunganum í kærleika, og kannski okkur sjálfum? –

Orðið „skilningur“  hefur lengi verið á „kærleikalistanum“  hjá mér,  eða sem undirheiti undir kærleika,  því þegar einhver sýnir okkur skilning, eða amk gerir sitt besta til að gera það eða setja sig í okkar spor,  þá er það kærleikur.

Það gildir líka um hlustun.   Þegar við tölum eða erum að segja frá,  þá er það þakkarvert að fá hlustun.   Þegar einhver hlustar er hann eða hún að sýna að hann/hún hafi áhuga á því sem við erum að segja –  og virða það að það skiptir okkur máli.  Jafnvel þó að það sé eitthvað sem við tengjum ekkert endilega mjög vel við.   Barn er að segja frá og við hlustum.   Maki er að segja frá og við hlustum.   Við erum að segja frá og einhver annar/önnur hlustar.  –

Ef ENGIN/N hlustar –  þá upplifum við að við höfum ekki rödd. –  Þá gætum við eins öskrað út í tómið. –

En við getum líka snúið þessu  (eins og öllu)   inn á við.  Hver hefur valdið?  –  Við höfum valdið – og ábyrgðina.   Stundum er einhver rödd innra með okkur að tala við okkur,  en hvernig mætum við þessari rödd?   – Með skilningi?   Með því að hlusta?   –  Oft viljum við ekki heyra,  eða  eins og Steve Jobs sagði: „við heyrum ekki fyrir suðinu í hugsunum annarra“  .. held hann hafi orðað það svona. –     Pælum aðeins í þessu.   Bæði því að hlusta á fólk sem okkur þykir vænt um og við viljum virða – og  líka að hlusta á okkar eigin rödd, þó hún sé mjóróma eins og rödd hins týnda barns,   sem við erum í raun alla ævina út að nálgast.

Sem fullorðnar manneskjur höfum við það val að hlusta á þetta „barn“ hið innra með okkur,  sem vill aðeins vera elskað og heyrt.

Hlustum við?  Elskum við? ..

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s