Hvað ef hlustun (og áhugi) er lækning?

„Hann hafði engan áhuga á mér – hann gaf mér bara pillur“ …  það eru nokkuð mörg ár síðan að fjórtán ára unglingur sagði mér frá sinni reynslu af heimsókn til geðlæknis.  Nú skal taka það strax fram að eins og allir,  þá eru læknar misjafnir, eins og prestar eða afgreiðslumenn í búð eru misjafnir, svo dæmi séu tekin. –

Þó það séu mörg ár síðan ég hlustaði á þennan unga pilt, – þá er það því miður þannig að ég hef heyrt svipaðar frásagnir síðan.  Bæði hjá yngra og eldra fólki.

Þegar fólk fær hlustun – og finnur fyrir áhuga meðferðaraðila, hvort sem það er læknir, sálfræðingur eða nú prestur ..  þá er eins og von þess glæðist,  og vonin er ótrúlega máttug og mikilvæg þegar við erum að leita okkur lækninga.

Ég tel að það sé afskaplega slæmt að þegar  fólk leitar loksins til geðlæknis að það sé látið nægja að það fái lyf,  en með því fylgi ekki einhvers konar samtalsmeðferð.

Fólk þarf nauðsynlega hlustun,  eiginlega hvort sem það er veikt eða ekki. –  Allir þurfa að upplifa að þeim sé sýndur áhugi og þá um leið virðing.

Við getum líka tekið það til okkar, – gefið tíma og hlustun og þá lækningu (að einhverju leyti).

couple-sitting-on-beach-at-sunset-silhouette

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s