„Sátt eftir skilnað“ .. 12 atriði ..

Þegar við eiginmaður minn og barnsfaðir skildum  fyrir fimmtán árum síðan  – var ég svo lánsöm að komast á námskeið sem hét „Líf eftir skilnað“  hjá Kvennakirkjunni.     Mörgum árum síðar,  ákvað ég að bjóða fólki upp á svipuð  námskeið sem ég byggði á eigin reynslu, sem ég kallaði „Sátt eftir skilnað“    en það var eftir að ég hafði  farið á lífsbreytandi námskeið um meðvirkni,  þar sem ég skildi fyrst orsakir skilnaða.  Ég skildi eftir það ekki einungis skilnaðinn við barnsföður og eiginmann,  heldur líka það að ég tolldi ekki í samböndum sem ég fór í eftir skilnaðinn við hann.-  Það sem ég hef m.a. lært í gegnum þroskaferli eftir skilnað er: 

 1. Skilnaður er sorg,  og það gildir það sema um skilnaðarsorg og aðrar sorgir, –  engin/n getur sett sig í þín spor nema að hafa gengið í gegnum sömu reynslu.   Skilnaður er jafnframt fjölskyldusorg, því það verða í flestum tilfellum fleiri sem upplifa breytinguna á aðstæðum og söknuð eftir því sem einu sinni var.  (Skilnaður getur líka verið sorg,   þó að hjónabandið hafi verið vont – því það er draumurinn um það hvernig það átti að vera sem deyr).
 1. Ekki bera eina sorg saman við aðra sorg og ekki gera lítið úr sorg annarra. Allar tilfinningar eiga virðingu skilið.  Sjálf hef ég allt of margar sorgir í reynslubankanum, –  alls konar missi (eða það sem við upplifum sem missi)   en missi fylgir alltaf sorg,  – ég hef upplifað alls konar missi  – föðurmissi sem barn,  að missa nánustu vinkonu úr krabbameini,  ég missti uppkomna dóttur og svo móður mína í kjölfarið á sama ári.    Þó talað sé um það að barnsmissir sé mesta sorg sem hægt er að upplifa,  geri ég ekki lítið úr því með því að skilja þá gífurlegu sorg sem fólk gengur í gegnum við skilnað,   og ég var áfram leiðbeinandi á námskeiðum um sátt eftir skilnað,  – eftir dótturmissinn og það dýpkaði í raun skilning minn á sorg annarra,  sama af hvaða orsökum hún er.
 1. Það er mikilvægt að ganga í gegnum sorgina, ekki afneita henni né forðast.   Sorgin þarf sinn tíma og að vinna úr henni.   Það er ekki framhjá henni komist með því t.d. að neyta áfengis eða vimuefna,  eða fara of fljótt í annað samband.   Það verður að hreinsa sárið áður en plástrað er yfir það.   Ganga heil inn í nýtt samband, eða a.m.k. vera að vinna að því að heila þig.
 2. Við skilnað getur þú misst stjórn á lífinu, og þá verðum við hrædd.    Ég lærði að meðvirkni væri  orsök flestra hjónaskilnaða, og meðvirkni verður til í bernsku.   Einkenni  meðvirkni eru m.a. að kunna ekki að setja mörk og  virða ekki eigin væntingar og þrár,  – og þegar við erum meðvirk reynum við að fá frá öðrum það sem við sjáum ekki í sjálfum okkur.   Þar má t.d. telja upp virðingu.   Það er mikilvægt fyrir alla að átta sig á einkennum meðvirkni og hvaða skaða það getur valdið.
 3. Tilfinningar sem eru algengar við skilnað eru m.a. skömm og höfnun.  Stundum skömmin yfir því að hafa ekki getað haldið hjónabandi gangandi,  eða þá skömmin yfir að hafa látið bjóða sér samband sem braut niður sjálfsvirðingu.  Vinur minn lýsti því þegar hann fór nýskilinn út í búð – þá leið honum eins og hann gengi með merki á enninu: „Fráskilinn“ – og að allir væru að horfa á hann.   Það er mikilvægt að líta hvorki á skilnað sem skömm né mistök.
 4. Skilnaði fylgdi „tóma-rúm“ .. Eftir skilnað upplifði ég mikið tómarúm –  í tvennum skilningi þess orðs.   Bókstaflega: „Tóma rúmið“ –  þar sem ekki er lengur koddahjal og knús,  ekki annar líkami sem fyllir upp í annan helming rúmsins.  Svo er það andlega tómarúmið, söknuður eftir nándinni,   og bara þessu: „hvernig var þinn dagur“ samtali.   Ég samdi ljóð um „Tóma – rúmið“ .. sem  fjallaði um fyrstu jólin og áramótin eftir skilnað.   Seinna lærði ég að búa til nýja siði um jólin,  eins og að hafa opið hús á Þorláksmessu, en það var algjörlega „Minn“ siður! ..
 5. Skilnaður er endalok eins og upphaf annars Flestar breytingar fela í sér tækifæri –  og við höfum alltaf val um viðhorf í aðstæðum okkar.   Ljóðið mitt um „Tóma-rúmið“  endaði í voninni  að „öll él birti upp um síðir“ ..     Ég hafði líka verið  heppin eftir minn skilnað að vera á námskeiði með öðrum konum. Við deildum tilfinningum og áttuðum okkur á því að við vorum ekki einar með tilfinningar okkar og þær voru ekki asnalegar eða að við værum ekki vondar konur þó við ættum stundum ljótar hugsanir gagnvart fyrrverandi maka.
 6. Við þurfum að trúlofast sjálfum okkur. Allir sem giftast lofa annarri manneskju ást, trausti og virðingu.   … og orðið „trú-lofun“  þýðir að lofa annarri manneskju að vera henni trúr.   Ég þurfti að læra að bera virðingu fyrir sjálfri mér,  hafa trú á sjálfri mér,  öðlast sjálfstraust og ástunda „sjálfsást“   (sem er auðvitað annað en sjálfhverfa eða eigingirni).    Það er líka hluti þess að vera heil manneskja.   Það þarf tvær heilar manneskjur í gott samband eða hjónaband, ekki tvær hálfar.  Það er líka hægt að vinna að því að heila sig innan hjónabands,  – og stundum er hægt að forða skilnaði ef að báðir aðilar eru tilbúnir að vinna í sínum málum.
 7. Það er mikilvægt að líta á sig sem sigurvegara en ekki fórnarlamb. Þegar Mamma Mia myndin kom í bíó – söng Meryl Streep í hlutverki Donnu:  „The Winner takes it all,  the Loser standing small“  og þar kannaðist ég við mig og margar aðrar konur.   Það er mikilvægt að líta ekki á sig sem fórnarlamb aðstæðna,  en taka frekar valdið á eigin lífi  en ekki gefa það yfir á annan aðila.   Þegar sjálfsmyndin breytist frá því að upplifa sig fórnarlamb yfir í það að vera sigurvegari.
 8. Við berum ábyrgð á eigin hamingju, og getum skapað svo margt í okkar lífi.   Sama hvað á dynur í okkar lífi – við erum alltaf fyrirmyndir.   Þegar þú stígur út úr aðstæðum sem eru að misbjóða þér ertu um leið fyrirmynd fyrir aðra,  ekki síst ef þú átt börn.  Þá ertu um leið að kenna þeim sjálfsvirðingu.   Hamingjusamt foreldri er besta fyrirmyndin. Við þurfum að gera hluti sem gera okkur hamingjusöm,  og margir fara að prófa nýja hluti eftir skilnað – eins og að dansa salsa eða fara í fjallgöngur.
 9. Lífið heldur áfram og lífið ber að þakka og virða.  Við ráðum ekki þeim áföllum sem við lendum í,  en við ráðum hvernig við vinnum úr þeim.   Ef við föllum,  hversu lengi ætlum við að liggja? –    Það að halda áfram skiptir máli,  lífið er flæði,  og ef við höldum áfram í gegnum alla regnskúrana komumst við í gegn.  Reynslunni ríkari.
 10. Sorgarferlið fer í sáttarferli sem síðan breytist í þroskaferli,  því ef við festumst ekki í sorgarsporunum,  heldur höldum áfram – þá upplifum við þroska.   Þann þroska hef ég öðlast,  bæði af því að horfa inn á við og læra af reynslu annarra.   Það sem ég hef lært er að úr sáttinni sprettur nýr vöxtur. 

Námskeiðið: „Sátt eftir skilnað“  verður sett á koppinn á ný  haustið 2017.     Annars vegar fyrir konur og hins vegar fyrir karla.

 

Það er velkomið að leita upplýsinga  í tölvupósti   johanna.magnusdottir@gmail.com

10679950_10152340343462344_8825098239313946217_o

4 hugrenningar um “„Sátt eftir skilnað“ .. 12 atriði ..

 1. Bakvísun: Námskeið í ágúst/september 2018 – Sátt eftir skilnað | JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,

 2. Sæl
  Er námskeið í gangi hjá þér.
  T.d líf eftir skilnað.
  Þarf að komast á eitthvað.
  Takk takk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s