Er Guð rjómabolla? …

Ég las einu sinni bók sem heitir „Women,  Food and God,  an Unexpected path to almost everything“  eftir  Geneen Roth.  –

Þegar ég var að horfa á allar þessar rjómabollumyndir – sem komu í 2. sæti á eftir myndum af snjónum í dag (26. febrúar)   – þá rifjaðist upp frásögn hennar,  og hvers vegna „Guð“ var með í titli bókarinnar. –

Geneen sagði nefnilega frá því að hún hefði sem barn margfaldlega beðið til Guðs um að láta foreldra sína hætta að rífast,  en allt kom fyrir ekki.  Þau rifust áfram.  –  Þá gerðist það einn daginn að mamma hennar kom heim með stóran pakka af krembollum,  „Cream puffs“  sem við gætum líka alveg heimfært á okkur rjómabollur.

Næst þegar foreldrar hennar fór að rífast,  leið henni auðvitað illa,  en í stað þess að biðja Guð,  nældi hún sér í rjómabollu og þá gleymdi hún sársaukanum tímabundið yfir rifrildi foreldra sinna. –   Hún fékk sér fleiri og fleiri og fljótlega áttaði hún sig á því að það væri bara hið besta ráð að gúffa í sig rjómabollum,   svo henni liði betur.    Það fór að vísu ekki vel –  því að með henni þróaðist átröskunarsjúkdómurinn Bulimia, –  hún fitnaði og vildi verða grönn,   en þegar hún þurfti svo mikið á mat  – eins og „Cream puffs“ að halda til að líða vel – þá var það óhjákvæmilegt að hún bætti á sig. –

Bókin er skrifuð um það hvernig hún tók sátt við Guð – ekki sem fjarlægan Súperman Guð,  heldur Guð hið innra með sjálfri sér,  sem var alltaf með henni .. hún þurfti bara að koma til sjálfrar sín ..

Hún talaði um að rjómabollurnar hefðu verið til að fylla á tóma tilfinningapoka, sem samt urðu aldrei fullir – hún náði s.s. aldrei að verða fyllilega södd. –

Það er þessi misskilda hugmynd um Guð sem brenglar oft hugmyndafræðina.  Guð sem kemur að utan –  sem á að bjarga,  í stað þess að vita það að Guð  þarf ekki að sækja,  ekki að borða,  ekki að drekka ..

Gefum Geneen orðið .. um Guð og fleira…

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s