Aðeins um fitufordóma – og margt annað ….

Við sjáum 2 poka af gróðurmold í hillu,  – og ætlum að rækta fallegt blóm.    Á öðrum pokanum stendur  SKÖMM  og hinum SÁTT.

Hvorn pokann myndir þú velja? –

Þar sem ég hef rannsakað þessi hugtök á áhrif af þeim á líf okkar,  myndi ég kaupa sáttina,  vegna þess að ég gæti alveg eins keypt eitur – eins og að kaupa skömmina.

Fyrirsögnin er  „Aðeins um fiturfordóma – og margt annað“  …    Það er talað um „Fat-shaming“  eða „Fituskömm“ ..    hversu mikilvægt sé að hætta henni.

En er þá ekki rangt að sætta sig við það að vera feit/ur  sérstaklega ef það í svo mikilli yfirþyngd að það er lífshættulegt?

Eckhart Tolle – þykir nú enginn vitleysingur – en hann sagði m.a.  „Accept what IS  as you have chosen it“ …   Það er að segja að sætta sig við það sem ER eins og þú hafir valið það. –

Og nú kemur að mótsögninni –   það er nefnilega ekki fyrr en við sættumst við hvernig við erum að við höfum möguleika á breytingu.

Þetta er eldfimur stígur að þræða –  og vil því taka fram að við erum falleg eins og við erum og hefur ekkert að gera með útlitið,  hér er ég að ræða þetta út frá heilsufarslegu sjónarmiði.    

Skömmin er nefnilega rótin að fíkn  – og líka matarfíkn.    Svo ef fólk er sífellt að skammast sín fyrir hvernig það er,  – og jafnvel hatar sig fyrir það,   nú eða annað fólk gerir það,   þá verður aldrei breyting.

Þetta á ekki bara við mat,  þetta á við flest annað.  Þ.e.a.s. að velja sáttina fram yfir skömmina.  

Það er nefnilega vondur staður að vera stödd í skömminni.

Sáttin er kraftaverkameðalið –  og lætur allt vera eins og það á að vera.  Látum kannski bara hvert annað í friði og lifum í sátt við annað fólk.

Að elska sig núna –  ekki á morgun eða eftir 20 – 30 – 40 kíló  eru farin skiptir máli.

Það er nefnilega kærleikurinn sem er móteitur við skömminni – og skapar sátt.

Mjög margt fólk er statt í jarðvegi skammar,  (það skammast sín fyrir sjálft sig út af ýmsum ástæðum,  fyrir mistök sín í lífinu,  fyrir fátækt,  fyrir útlit,  fyrir að hafa átt mörg misheppnuð sambönd,  fyrir útlit,  fyrir ættingja .. eða bara nefndu það …  –  og vonast til að geta vaxið upp úr þessum jarðvegi skammar.  (Upp úr eitri)  –  Undantekningarlaust hvet ég það til að skipta um jarðveg.

Jarðvegsskipti eru eins og trúskipti –  að fara að trúa að við séum verðmæt og eigum skilið ást og kæreika – og það að tilheyra – eins og við erum NÚNA.

 

skömm

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s