„Úff hvað segja foreldrar mínir ef ég geri þetta?“ … „Hvað eiga börnin mín eftir að segja?“ .. „Hvað segja vinkonur mínar núna? – þær halda að ég sé klikk“ .. „Vinirnir eiga eftir að hrista hausinn yfir mér … “
En hvað segir þú? og hver er að hugsa í þínum kolli?
Hvenær byrjum við að hugsa: „hvað finnst þessum/hinum um mig?“ .. og eftir hvaða viðurkenningu erum við að sækjast? .. Eða eins og maðurinn sagði: „Who are you trying to please“ .. = „Hverjum ertu að reyna að þóknast?“ ..
Þetta eru stórar spurningar og við erum svo sannarlega alin upp við það að þóknast og geðjast og að fá viðurkenningar. Eftir því nær sem fólkið er, því mikilvægara er að fá viðurkenninguna.
Börn sækjast eftir viðurkenningu foreldra og öfugt .. Systkini sækjast eftir viðurkenningu systkina. Vinir vina o.s.frv. –
Viðkvæmustu tengslin eru eflaust þessi milli foreldra og barna. „Mamma sjáðu hvað ég er dugleg“ .. „Pabbi sjáðu hvað ég er sterkur“ .. og það að standa sig fyrir foreldra sína getur varað allt lífið út. Það er kannski vegna þess að við erum að rugla saman því að vera elskuð og vera viðurkennd. Við eigum öll skilið skilyrðislausa ást foreldra, en ef að ástin kemur með skilyrðum (við fáum bara að heyra hversu dýrmæt við erum þegar við erum dugleg eða sterk – þá tengjum við verðmæti okkar og þá hversu mikið við erum elskuð við afrek eða dugnað 😦 ) ..
Þarna verðum við eins og þrælar álitsins. Þrælar þess hvernig foreldrar og annað samferðafólk í gegnum lífið horfir til okkar, og hægt og rólega síast þetta álit inn í okkar eigið höfuð – við erum s.s. ekki verðmæt eða elsku verð nema verkanna vegna og lemjum okkur niður ef við erum ekki „dugleg“ ..
En það er dásamlegt þegar við losum okkur úr gömlum viðjum og gefum okkur frelsi til að vera – til að vera til – við fáum frelsi frá áliti annarra!
Þessi pistill varð til út frá myndinni sem fylgir honum … í raun þarf engin orð og hver og ein/n getur túlkað þetta út frá sér, en orðið FRELSI kom sterkt inn hjá mér.