Þú ert ekki fífl þó þú „látir“ berja þig ….

„Ég er asni“ ..  „Ég er fífl“ ..   eða „Ég hef verið hafður/höfð að fífli“ ..     eru algengar setningar sem fólk segir eftir að það stígur út úr ofbeldissamböndum. –

Tilfellið er að margir virðast telja að það hafi eitthvað með greindarvísitölu okkar eða menntun að gera hvort við lendum í ofbeldi eða ekki. –

Það að vera klár í stærðfræði –  eða  bókmenntum gerir það ekki að verkum að við séum endilega sérfræðingar í samskiptum.    Og jafnvel þó að við séum menntuð í sálfræði og félagsráðgjöf,   – getur það samt gerst að við lendum í samskiptamynstri sem er markað af einhvers konar ofbeldi eða misnotkun.   Alveg eins og sá eða sú sem er sérfræðingur í  hollu mataræði,  getur misnotað mat og verið í hættulegri yfirþyngd. –

Er þá viðkomandi fífl? –     Nei – og hvers vegna ekki? –    Eða hvers vegna gerum við ekki það sem við vitum að er best?   Hvers vegna förum við ekki úr ofbeldissamböndum,  og hvers vegna borðum við það sem er óhollt,   þegar við vitum að bæði er vont fyrir okkur? –

Niðurstaðan er ekki  „vegna þess að ég er fífl“ ..     heldur:    „Vegna þess að ég upplifi mig ekki verðmæta manneskju og ég á ekkert betra skilið“ ..  

Ef að vinur okkar leitaði til okkar og lýsti samskiptum við maka,  – þá værum við kannski fljót að segja:  „Úff – þið verðið að leita ykkur hjálpar!“  .. eða bara „Forðaðu þér,  þetta áttu ekki skilið.“
Líka ef vinur okkar kæmi og segðist vilja grenna sig,  eða borða hollara,  við gætum alveg sagt honum hvernig ætti að gera það,  þó við gerðum það kannski ekki sjálf.

Þetta myndum við líklegast segja og gera fyrir okkar vini,  en annað virðist gilda um okkur sjálf.   Það er vegna þess að tenging milli  þess sem við viljum og þess sem við vitum hefur einhvern veginn rofnað. –

Það er ástæðan fyrir því að fólk stundar hugleiðslu m.a. til að tengja vit og vilja.   Til að tengjast sjálfum sér.    Þegar ég „nenni ekki“  eða þykist ekki hafa tíma til að hugleiða,  er ég ekki að nenna að vera með sjálfri mér og er því ekki að sýna mér „sjálfsumhyggju.“

Einhvers staðar á lífsleiðinni, heima hjá okkur, í skóla, eða af umhverfinu öllu lærðum við að við værum ekki merkilegri en það að það mætti koma illa fram við okkur,  eða við mættum koma illa fram við okkur …    en eina menntunin sem við þurfum er að aflæra það …  og læra að við erum verðmæt og yndisleg  ..

Við erum ekki fífl,  við þurfum ekki hærri greindarvísitölu eða meiri háskólamenntun,   en við þurfum kannski að opna augun fyrir því hvað við erum yndisleg,  – og að við eigum skilið virðingu og væntumþykju bæði af sjálfum okkur og öðrum.

pic-love-is-the-answer

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s