Að sjá gult …

Í morgun dró ég fram gula bolla, – svona í gamni – vegna þess að það eru páskar. –   Málshátturinn minn var líka gulur.   Svo ókum við af stað,  eldsnemma og ég ákvað í huganum að veita athygli því gula sem á vegi mínum væri.   Ég tók allt í einu extra vel eftir stikunum á veginum,   skiltin -sem sögðu til um fjarlægð milli staða voru gul.   Það var ýmislegt sem bara æpti „GULT“ ..

Ef ég hefði verið búin að ákveða að sjá rautt,  þá hefði ég verið á útkikki eftir rauðu,  séð t.d. rauð afturljós á bílum,   rauð þök á húsum o.fl.  ..

Hvert er ég að fara með þessu? –   Jú,  við finnum oftast það sem við leitum að,  eða við finnum amk meira af því sem við erum fókuseruð á,  en ekki. –

Ef ég fer út að leita að fólki sem er leiðinlegt,  hversu margar leiðinlegar manneskjur hitti ég? –   Eða ef ég fer út og ákveð að fólk sé skemmtilegt,  og ég skima eftir skemmtilegu fólki – verður það bara ekki eins og gulu skiltin –  og hin falla í skuggann.

Pælum aðeins í því eftir hverju við erum að leita sjálf! –

sigur-kross

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s