Ég bjó til fyrirlestur – í fyrrasumar, fyrir menningarveislu Sólheima, um mýtuna við að vera normal, eða eðlileg – byggðan m.a. á hugmyndum Gabor Maté um það efni.
Þar sem ég verð sjálfstætt starfandi – eða á launaskrá hjá sjálfri mér eftir 1. júní nk. – ætla ég að nota tækifærið og bjóða þennan fyrirlestur fyrir félög, skóla – fyrirtæki eða hópa sem hafa áhuga á að hlusta og læra – og kannski frelsast frá þessum þröngu skorðum „normalkassans“ .. Upplagt sem innlegg að hausti t.d. í skólum, þar sem þetta tekur líka á því hvers vegna við leggjum fólk í einelti.
❤
Sjá hér:
Fyrirlestur byggður m.a. á hugmyndafræði Gabor Maté um mýtuna við að vera normal.
Hvað þykir eðlilegt – og gæti það verið afstætt í einhverjum tilvikum? ..
Innlegg í m.a. umræðu um einelti þar sem þau sem eru álitin frábrugðin fjöldanum fá oft að gjalda þess og eru lögð í einelti.
Er boxið sem við flokkum sem „normal“ kannski of þröngt?
Tími: 60 mínútur – með umræðum.
Fyrirlesari: Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur, fv. aðtoðarkólastjóri /kennari og ráðgjafi.
Verð: 45.000.- (gæti komið aukagreiðsla v/ferðalaga ef þarf að fara langt – það er umsemjanlegt)
Staður: Fyrirtæki – skólar – félagasamtök – ath! þarf að vera skjávarpi á staðnum fyrir ppt.
Hafið samband í síma 895-6119 eða johanna.magnusdottir@gmail.com til að panta 🙂