Bestu blómin gróa í hjörtum sem að geta fundið til …

Fyrirsögnin er úr „Vísum Íslendinga“ …   eftir Jónas Hallgrímsson, sem vissi þetta árið 1835. –    Þetta var reyndar vitað frá örófi alda,  og Guð vissi þetta – því hann hefði aldrei skapað okkur með tilfinningar – nema það væri einhver tilgangur með því! –

Við erum jarðvegur fyrir eitthvað fallegt. –

Það er þó smá – eða stór hængur á, –  það er þetta með að finna til.   Það getur verið svo óendanlega sárt, og þess vegna bara betra að deyfa.   Alveg eins og þegar við erum með svakalegan höfuðverk,  eða tannpínu.   Þá getum við ekki hugsað um annað en að losna við verkinn.   Þau sem eru orðin mjög sjóuð – kunna e.t.v. einhverjar öndunaraðferðir til að „anda inn í verkinn“ eða hugleiða sig frá honum,   og reyndar hefur mér tekist það stundum og einnig hef ég leitt fólk í hugleiðslu sem hefur „gleymt“ verkjunum sínum. –
En það er pínku annar handleggur.

Það sem mig langar að minnast á hér,  er það hugrekki – að þora að meiða sig.   Já svona andlega.   Ef við elskum mikið – þá líka finnum við mikið til ef að sá /sú sem við elskum elskar okkur ekki til baka. –    Eða þá að einhver rýfur tryggðaband – einhver sem við elskuðum svo mikið og treystum.    Það er sárt.     Þegar ástvinur deyr,  – sérstaklega ef hann er ungur – þá getum við upplifað svipaðan trúnaðarbrest.  Okkur finnst kannski að Guð – eða lífið sjálft hafi brugðist og það sé engu að treysta lengur.

Á þá ekki bara að skella öllum tilfinningum í lás? –    Aldrei að elska eða treysta að nýju? –  Er það lífið? –

Fyrsta ástin er auðveld –  þegar við höfum aldrei verið svikin,  eða aldrei orðið fyrir vonbrigðum. –    Þá er bara auðvelt að elska og treysta og þarf ekki mikið hugrekki til.   EN  það er eftir að hafa upplifað svik – trúnaðarbrest – eða eitthvað sem við treystum að myndi verða varð ekki.   Það er eftir að hafa verið kjöldregin tilfinningalega,  – og fara samt sem áður aftur að treysta  og elska,  sem við erum hugrökk.

Við þorum þrátt fyrir að vita af sársaukanum og við þorum þó við vitum að getur brugðið til beggja vona.

Hjartað og hugrekkið eru náskyld.    Hjartað er „core“ á latínu –  og þýðir líka kjarninn.   Af því er komið enska orðið „Courage“  eða hugrekki.   –

Sært hjarta sem elskar er hugrakkasta hjartað – og „bestu blómin gróa í hjörtum sem að geta fundið til“    Við skulum því ekki læsa þessum hjörtum eða deyfa.

Öndum að okkur elskunni – inn í sársaukann – og verum hugrökk!

HÖFUM HUGREKKI TIL AÐ ELSKA  

18623639_1684812474867188_7446771661162541472_o.jpg

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s