„Að skapa minningar“ …

Ég hlustaði á viðtal við Stefán Karl, og hann sagði nokkrar góðar setningar – í raun mjög margar,  en það sem stendur eftir hjá mér er aðallega tvennt:   „Að skapa minningar“  og „Lífið er núna“ ..     Þær tengjast þessar setningar,    því minningarnar verða til í núinu – eða á núinu. –

Allur tími skiptir reyndar máli –  líka þessi sem skapar enga minningu,  – þar sem við bara slökum á og hlöðum batteríin til að geta  t.d. á morgun   farið í ferðalag með fjölskyldunni eða haldið matarboð.

Ég hef stundum verið í stressi þegar ég er ekki að gera neitt að ég sé að missa tímann frá mér. –    Þegar ég er ein hef ég hugsað að ég ætti að nýta tímann betur og vera meira með vinum og/eða fjölskyldu.  –    Það er svolítið af svipaðri ástæðu og hjá Stefáni Karli, – vegna þessa blessaða krabbameins sem er undirliggjandi og maður veit aldrei hvort eða hvenær brýst fram aftur. –      (Það kom fyrst 2008 og svo aftur í árslok 2014 og fjarlægt 2015).    Það eru því komin liðlega tvö ár sem ég hef verið laus.

Á ég að flýta mér að lifa?   Hvað er að lifa?     Er það endilega að gera svakalega mikið? –  Sjá allt Ísland eða sjá allan heiminn? –     Hitta fullt af fólki?

Að lifa hlýtur að vera að NJÓTA  –  að njóta stundarinnar og NÚSINS.  Ekki vera að berja sig niður fyrir að vera ekki að gera eitthvað – eða ekki að hitta einhvern. –    Best er hugsunin:  „Allt er eins og það á að vera“  ..   því hún jarðtengir mann og tengir okkur þannig einmitt við Núið.     Það er ekki þegar og þá sem við lifum.   (Þegar við förum í frí þá lifum við,  eða þegar við hittum þennan þá lifum við).

Að lifa núna er að njóta augnabliksins.  NÚNA.

Eiga fallegar hugsanir í núinu og treysta svolítið að allt annað komi eins og flæði.
Rétta úr krepptum hnefa –  opna lófann og segja:

TAKK  ❤

Lífið er ein stór minning – sem er þegar sköpuð – svo er bara að njóta.

12184189_10153150706712344_1424083586230868161_o

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s