Undirrót meðvirkni er ótti …

„Hver vill elska mig?“ …   er spurning sem kemur fljótt í hugann hjá barni sem fær ekki skýr skilaboð um að það sé elskað ….. skylirðislaust.   Líka spurningin:  „Hvað þarf ég að GERA til að vera elskuð/elskaður?“

Þessar spurningar myndu ekki vakna,  ef að barnið upplifði að það væri elskað og dýrmætt og þær myndu ekki vakna ef að það fengi ekki skilaboð að það þyrfti að GERA eitthvað  til að „verðskulda“ elsku! –

Barnið verður unglingur,   –  óöruggur unglingur, –  óttasleginn unglingur,  –  unglingur sem óttast að engin/n   „vilji“ hann –  og gæti þess vegna stokkið í fyrsta samband sem „býðst“   og þannig farið inn í samband á röngum forsendum. –   Vegna þessa óöryggis byrjar viðkomandi að geðjast  kærastanum/kærustinni – eða lætur bjóða sér upp á ýmislegt sem er ekki bjóðandi,   en það er vegna lélegs sjálfsmats –  „hann/hún upplifir að hún/hann eigi ekki betra skilið.“ –

Sú manneskja sem er svona getur haldið áfram í sambandinu lengi, lengi,  t.d. vegna ótta við það að ef að hún/hann sleppi þessum maka (sem var valinn á röngum forsendum)   –  verði enginn annar þarna úti sem vilji hann/hana.    😦

Samband er ekki byggt á réttum forsendum ef það er byggt á forsendum óttans,  og allt sem er byggt á forsendum óttans – er eins og að byggja á sandi – það mun á einhverjum tímapunkti  .. renna út í sandinn ..

Meint sjálfstraust er líka stundum byggt á makanum,  –   viðkomandi finnst að hún/hann hljóti að vera meira virði  í sambandi en einhleyp/ur.

Svona samband er byggt á ótta –  og auðvitað er ég að lýsa meðvirkum einstaklingi þarna,  einhverjum sem er háður  því að vera í sambandi við aðra manneskju og byggir sjálfsálit sitt á því.    „Hvernig sér samfélagið mig?“ –  „Hvernig sjá vinirnir mig?“   er mikilvægara en  „Hver ER ég í raun og veru?“ ..

Eina leiðin til að komast út úr þessu  – hræðsluástandi –  hræðslu við álit annarra,  hræðslu við að vera ekki nóg o.s.frv.  –  er andhverfan við óttann og það er að fara að elska.

Ath!  Það getur líka virkað á hinn veginn,  við verðum ástfangin af aðila sem er ekki samþykktur af  öðrum,  eða öðrum líkar ekki og af ótta við álit annarra –  þorum við ekki að ganga inn í það samband.   😦

Elskum hver við erum  –  virðum þessa manneskju og elskum hana nógu mikið til að bjóða henni það besta,  og elskum hana meira –  skilyrðislaust  –   án þess að hún þurfi að sanna sig.   Ekki senda okkur sömu skilaboð   og foreldrar eða samfélagið allt,   – sem KUNNI EKKI að byggja okkur upp,   og „heimtaði“  að við gerðum eitthvað til að sanna virði okkar.     Það er þessi skilyrðislausa sjálfsást sem getur bjargað, –  sjálfsvirðing og sjálfsvæntumþykja,   því við getum ekki kallað eftir virðingu annarra ef við virðum ekki okkur sjálf.

Verum breytingin –   ekki biðja aðra um að breyta okkur,  eða bjarga okkur.   Ég trúi að við séum öll JAFN verðmæt.    Sum okkar eru í sársauka og þjást vegna þess að við upplifum að við séum ekki nóg.    Fyllum á tóma tilfinningapoka með allskonar …    en verðum ekki södd,  eða það varir skammt –   vegna þess að óttinn er enn við völd.  Það er alveg sami ótti og ótti milljarðamæringsins  sem þarf alltaf að fá meira,  vegna þess að hann er aldrei fullnægður. –    Kannski eru það ekki peningar sem hann vantar – heldur einmitt:  Ást.

„ALL YOU NEED IS LOVE“  ..

Bítlarnir voru ekki heimskir.

Hver er þá batinn í meðvirkni –     það hlýtur að vera að elska sig skilyrðislaust,  og því aflæra þá hegðun og upplifun að vera ekki nóg.   Að við sem fullorðnir einstaklingar – leiðum  barnið (okkur)  út úr þeim aðstæðum – sem búa í undirmeðvitundinni – og  sem sköpuðu  þennan ótta –  inn í aðstæður kærleikans og fullvissunnar um að við erum dýrmætar sálir  og höfum tilverurétt og verðmæti á vð allt annað fólk,  erum hvorki meiri né minni.  –

„I´m not afraid“ …   „Ég er ekki hrædd/ur“ …   er lykilsetning sem opnar dyrnar að hugarfangelsi meðvirkninnar,  –    og þá erum við ekki lengur hrædd við að þykja vænt um okkur,  –  þannig að við hættum að hugsa:  „Hvað segir fólk? ..“

 

10422396_898081083551104_7633883796964282996_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s