FÓLK fyrst og svo fötlun eða sjúkdómur …

Ég horfði á þættina ATYPICAL (mæli með þeim)  þar sem aðalsöguhetjan er ungur maður með einhverfu.  Takið eftir – ég skrifa:  Ungur maður með einhverfu en ekki einhverfur maður. –   Í þættinum sjálfum er sýnt frá stuðningshópi þar sem verið er að kenna tungumálið þegar verið er að ræða um fólkið. –     Á Sólheimum lærði ég ýmislegt,  – t.d. að fólk þar er ekki kallað „vistmenn“  heldur bara  íbúar Sólheima  (sumir segja heimilisfólk).    Þar lærði ég líka að segja „Fólk með fötlun“  eða „Fólk með þroskahömlun“   en ekki fatlað fólk  eða þroskahamlað fólk.

Þetta er mjög eðlilegt þegar þetta síast inn,  en margir sem eru óvanir þessari orðræðu setja sjúkdóm – heilkenni eða fötlun á undan manneskjunni. –

Það má yfirfæra þetta á fólk með sjúkdóma.   Í stað þess að segja krabbameinssjúklingur,  þunglyndissjúklingur –  hjartasjúklingur eða hvað það nú er,  þá er þetta  „fólk með krabbamein“  eða  „fólk með þunglyndi“..

Hvers vegna skiptir svona máli? –    Jú,  það hefur svolítið að gera með sjálfsmynd einstaklingsins – og  þá um leið hvernig við horfum á viðkomandi. –

Einu sinni var ég með konu í viðtali sem sagði: „Ég ER þunglyndissjúklingur“   –  og hún upplifði það að hún VÆRI þunglyndið sitt,  og hún sjálf væri bara auka. –

Fólk er fyrst og fremst fólk en ekki heilkennið sem það er með,  fötlunin eða sjúkdómurinn. –

Áður en ég fór að pæla í þessu,  ákvað ég að kynna mig ekki með starfsheiti –  heldur segja:   „Komið þið sæl,  ég heiti Jóhanna Magnúsdóttir og ég hef menntað mig í guðfræði og er með kennsluréttindi.  –    Í stað þess að segja Ég ER guðfræðingur og kennari. –

Stundum sagði ég líka bara:  „Ég er bara ég“ ..  og nafn mitt er Jóhanna og ég hef menntað mig….

Það hafa margir gaman af svona pælingum, –  a.m.k. þau sem skoða sjálfsmyndina og hvað við erum í raun og veru.    Við erum nefnilega bara það sem við fæddumst með og það sem er varanlegt  (að eilífu)  –  hitt er allt „auka“  –  sumt er gott og sumt er vont, en það erum ekki við.   Það er amk minn skilningur.  –

Þegar við verðum svona upptekin af því að vera  þessi eða hinn sjúklingurinn eða vera eitthvað starf,  gætum við átt á hættu að týna eða gleyma uppruna okkar.    Að í grunninn erum við heil sál –  alltaf verðmæt og yndisleg og jöfn öllum öðrum sálum.    Ekki verk okkar,   ekki veikindi,  ekki mistök, gallar eða afrek.     Ekkert sem kemur að utan.

Við vitum flest hver við erum og þurfum ekki að finna okkur,  aðeins að muna okkur OG elska okkur …..  skilyrðislaust og án alls ..

Því við erum elsku verð  ❤

 

FullSizeRender (3)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s