Hið lúmska niðurbrot ….

Anna er nýbyrjuð að búa … og  í fyrsta skipti á ævinni saumaði hún gardínur.   Hún er stolt af dagsverkinu – sem tók reyndar aðeins meira en einn dag,  –   kærastinn hann Óli hrósaði henni.   Um kvöldið kíkja svo foreldrar Önnu í heimsókn,   og hún sýnir þeim nýju gardínurnar, –  og pabbi segir bara: „Já flott hjá þér Anna mín“ .. en mamma .. hmmm…  hún segir fyrst ekki neitt,  skoðar saumaskapinn í þaula og segir svo, –   „Þetta er ágætt hjá þér Anna mín en ég hefði nú haft aðeins meiri rykkingu á þessu Anna mín“ ..     Anna finnur fyrir gömlum hnút ..  kökk í hálsi, –   en svarar:  „Já er það“ .. ok,  en ég er ánægð með þetta svona.
En einhvern veginn er hún ekki lengur eins ánægð, – mamma hefur áhrif á hana,  hana langar til að „vera“  nógu góðu eða gera nógu vel fyrir mömmu. –     Hún er auðvitað svekkt út í sjálfa sig fyrir að taka þessu svona illa,  – en þetta var ekki í fyrsta skiptið sem mamma talaði svona.   „Ég hefði nú …..“       En mamma var ekki að sauma þetta og hvers vegna þurfti mamma hennar að segja henni hvernig HÚN hefði gert það? ..

Við sem höfum pælt mikið í uppeldi og sjálfsmynd, –  vitum að mamma er óörugg.   Hún þarf að láta vita hvað hún kann mikið,  og hún segir þetta ekki viljandi til að meiða dóttur sína,   hún er sjálf þess fullviss um að hún sé að hjálpa henni.

En þetta er hið lúmska niðurbrot.    Þessi „aldrei nóg“  tilfinning hjá stelpum/konum er svo algeng,  að það er eiginlega undantekning að okkur finnst við vera flottar og sáttar við okkur og það sem við gerum. –

Mamma er mikill áhrifavaldur í uppeldi og svo sannarlega pabbi líka,  þau eru í raun eins og nokkurs konar „guðdómur“  í lífi barna sinna. –     Börn sækjast eftir athygli foreldranna og samþykki þeirra.     Einhvern veginn verða síðan börnin sem eru alin upp við það að gera „aldrei nógu vel“ ..  eða fá þannig skilaboð að slíta sig frá dómum þessara „guða“ ..   svo þau verði ekki svona viðkvæm eins og það sem Anna upplifði. –

Mamma Önnu var að gefa óumbeðin ráð. –   Það kallast öðru máli „stjórnsemi“ ..   ef að Anna hefði spurt mömmu sína:  „Hvernig hefðir þú gert mamma mín?“ .. þá hefði mamma auðvitað getað svarað heiðarlega. –

Í raun speglast ótti móðurinnar í svari hennar til dótturinnar,  – það er í raun móðirin sem upplifir sig ekki nóg,  og hefur örugglega fengið svipað uppeldi og hún gefur dóttur sinni – en fær einhvers konar sjálfsviðurkenningu á að segja hvernig HÚN hefði gert.

Þetta e mjög einfalt dæmi en getur verið flóknara; –  athugasemdir eins og;   „Ég hefði keypt númeri stærra af þessari dragt“ ..   „Hefði ekki verið fallegra að mála húsið aðeins ljósara?“ ..    þjóna engum tilgangi  –   sérstaklega með heilt hús,   þar sem varla fer fólk að mála húsið upp á nýtt.  EN þessar athugasemdir eru raunverulegar OG þær eru eins og dropinn sem holar steininn.

Anna getur ekki breytt mömmu sinni,  en hún getur litið í eigin barm og skoðað sitt eigið tungutak og hvernig hún talar – t.d. við manninn sinn,   og ef að þau eignast börn að vanda sig við þau –  því það er svo ótrúlega auðvelt að kópera foreldri sitt og segja það sama við þau,   sem maður hafði lofað sjálfri/sjálfum sér að segja aldrei við þau.

Til þess að breyta þessu, þarf sjálfsskoðun,  þarf sjálfsást,   –  að aflæra það að vera ekki nóg og læra það að vera nóg og sátt.  –

Það sem sagt er við okkur sem börn,  er ótrúlega lífsseigt og svo gerist það þegar við erum fullorðin að einhver kemur –  sér það sem við höfum gert og erum jafnvel stolt af og segir:   „Hefði ekki verið fallegra að ……  “  og upp spretta þessar tilfinningar – vonbrigði .. „ekki nóg“ ..     en niðurstaðan er;   það er ekkert að okkur – og það er óöryggi þess sem spyr,   þess sem ekki saumaði,  málaði eða skapaði ..   sem er að spyrja.

Það er vandlifað .. en svona lærum við í skóla lífsins ….

 

1374953_622977047739252_2040852161_n

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s