Kærleikurinn er trompið .. líka þegar barnið byrjar í skólanum

Elskulegu foreldrar – afar og ömmur – frænkur og frændur – og allar fyrirmyndir barna og unglinga. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. – Það sem við segjum í símann, eða við eldhúsborðið heima heyra þau, – þau sjá (þau sem eru með aldur til) hvernig við tjáum okkur á netmiðlum. Allir dómar í annarra garð, orðfæri sem við notum um þennan eða hinn, – verða þeirra orð. Þau eru bergmál af okkur. – Þegar við erum að tala um einelti og fleira, þá þurfum við uppalendur og fyrirmyndir að líta í eigin barm og skoða hvernig viðhorf okkar er til náungans, líka þeirra sem eru „öðruvísi“ ..
Þegar ég var beðin um að halda sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga, hugsaði ég strax, já, en aðeins með þeim fyrirvara að ég fái að ræða við foreldrana fyrst. Engir eru meiri „guðir“ eða áhrifavaldar í lífi barna sinna en foreldrarnir. Samskipti þeirra – hvernig þeir koma fram við annað fólk og ræða um það – og hvernig þeir koma fram við börnin sín, – allt þetta skiptir máli.
Það þýðir ekki að segja barni að vera almennilegt við aðra, ef maður er það ekki sjálfur. Vissulega eru börnin oft föður-eða móðurbetrungar og hugsa: „ég ætla sko ekki að gera þetta eða hitt“ en stundum ráða þau ekki við þessa innrætingu sem þau fá.
images
Það er góður punktur við þetta allt, – það er að mörg börn fá mjög góða „innrætingu“ eða veganesti að heiman, þar sem foreldrarnir eru ekki í dómarasæti – heldur eru sjálf fyrirmyndir í samhygð og samkennd með öðru fólki og kenna með því börnum sínum falleg samskipti og viðmót.

Það er ákveðin auðmýkt að líta í eigin barm og spyrja sig; hvernig get ég gert betur – og hvernig get ég verið góð fyrirmynd.
Eitt sem er víst, ef að lífið væri spil – þá er kærleikurinn alltaf trompið, – svo þegar við segjum eitthvað eða gerum, – þá getum við spurt okkur; er þetta á forsendum kærleikans eða einhvers annars? – Ef það er ekki kærleikur í því þá er það gagnslaust.    (Þessi tilvitnun er að hluta til frá  Carlos Castenada).
Hjarta.jpg
Morgunhugvekjan 18. ágúst 2017

Ein hugrenning um “Kærleikurinn er trompið .. líka þegar barnið byrjar í skólanum

  1. Takk 🙂

    On Fri, 18 Aug 2017 at 10:02, JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, wrote:

    > johannamagnusdottir posted: “ Elskulegu foreldrar – afar og ömmur – > frænkur og frændur – og allar fyrirmyndir barna og unglinga. Börnin læra > það sem fyrir þeim er haft. – Það sem við segjum í símann, eða við > eldhúsborðið heima heyra þau, – þau sjá (þau sem eru með aldur til) hverni“ >

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s