Anna var að drepast úr verkjum, – hafði sofið illa – verið með fótapirring .. eiginlega í öllum líkamanum, ef hægt er að segja svo, – tjah .. alla veganna einhvern pirring í líkamanum. – Klukkan hringdi og hún reif sig upp upp á rófubeininu – og dreif sig í sturtu. – Blés hárið, setti á sig dagkrem, maskara, blýant og varalit. – Fór í fallegan kjól og nýju skóna sem hún hafði keypt sér, um leið og hún íhugaði hvort hún væri komin á eitthvað „kaupæðisról“ (shop a´holic). –
Hana verkjaði því miður enn, – og hún fann að orkan hennar var óstapil, EN hún þurfti að fara í bæinn og mæta á fund – og…. „halda andliti“ .. Það var ekkert annað í boði! –
Hún gleymdi að borða morgunmat og ákvað að koma við á kaffihúsi og fá sér kaffi og rúnnstykki, en þar sem hún kom inn á kaffihúsið hitti hún gamla vinkonu, sem átti ekki orð yfir því hvað hún leit vel út!! .. „Vá Anna, þú eldist bara ekkert .. og vá hvað þú lítur vel út beibí – frábært hár!!! (hún sagði það ekki – en svona næstum því). Anna brosti, og hugsaði með sér: „ef hún bara vissi“ .. en sá að Gríman – með stóru G-i virkaði.
Sama sagan var á fundinum, – og svo átti hún bókaðan tíma hjá lækni seinni partinn – sem sagði reyndar líka við hana að hún liti svo vel út – og væri hraustleg. (Það fór í sjúkraskýrsluna – reyndar líka að hún væri með vefjagigt).
Hún fór að sjá eftir því að hafa haft sig svona vel til. Og svo var hún meira að segja útitekin því hún hafði farið í sund daginn áður. Já, það var satt – hún leit vel út hún Anna. En hvernig leit hún inn? – Vissi það einhver? Gat einhver séð stingina, pirringinn, munnþurrkinn, óþægindin sem hún var að upplifa? – Auðvitað ekki.
Eftir langan dag, fund og læknisheimsókn, kom hún heim og hreinlega reif sig úr fötunum og fór í mjúkar leggings og víðan bol – og losaði sig við brjóstahaldarann sem var að skera í henni bringubeinin eftir því sem leið á daginn. „Hvern fja…. var ég að hugsa?“ .. sagði hún upphátt – þegar hún henti brjóstahaldaranum útí horn. En hann var ekki svona svakalega óþægilegur um morguninn, þetta bara ágerðist með deginum. – Hún lagðist upp í sófa – og leyfði sér að líta illa inn.
Hún leyfði sér líka að taka verkjatöflu, en hún reyndi að taka eins fáar og hún komst af með. – Hún var ánægð með að fólki fannst hún líta vel út, en hugsaði líka með sér – að hún óskaði þess að fólk skyldi hvað hún væri mikil hetja að geta allt sem hún gerði, þrátt fyrir ……………………..ALLT.
„Ef það bara vissi ….. “
Þrátt fyrir að stundum langaði hana að segja við fólk: „Veistu að mér líður svakalega illa, ég er verkjuð eiginlega allan sólarhringinn … “ en það vill enginn heyra svoleiðis. Þá líður fólkinu sem spyr líka illa og henni liði illa að láta öðrum líða illa! .. .
Æ – svona er þetta bara, – kannski er Anna ekki ein, – kannski erum við miklu fleiri, sem eigum marga orkulausa daga, og sem finnum til og erum ofurviðkvæm – bæði í líkama og sál.
Sannleikurinn gerir okkur frjáls …
„Góð“ lesning elsku Jóhanna