Reiknum með því að allt fólk hafi farið í gegnum sársauka …

Ég hitti um daginn fullorðna konu, – sem sagði mér frá því að líf hennar hefði verið fullt af sársauka,  og svo sagði hún mér örlítið af sinni sögu,  en hún hófst þegar hún var barn og var tekin frá móður sinni. –    Aðra frásögn heyrði ég líka fyrir stuttu,   um líf ungrar konu sem var fullt af sársauka,  en hennar saga hófst m.a. á því að móðir hennar dó þegar hún var ungabarn og eins og í ævintýrunum fékk hún mjög illgjarna stjúpu og pabbi hennar var afskiptalaus (þetta er alveg Öskubuskumódelið – og ekki skrítið að Öskubuska héldi að líf hennar yrði betra með því að prins bjargaði henni – en þetta er er úrúrdúr). –

Sjálf hef ég upplifað alls konar sársauka,  – ég get ekki sagt að hann hafi hafist með dauða pabba,  þó það hafi verið stórt högg,  held það hafi verið fyrr,  eins og reyndar hjá okkur flestum.   Málið er að það þarf ekki endilega að vera eitt stórt áfall í bernsku sem lætur okkur finna til,  heldur alls konar orð og athafnir sem meiða – og láta okkur finna til.   Það eru hlutir sem valda okkur skömm og að við séum ekki endilega verðmætar manneskjur. –

Að sjálfsögðu er lífið ekki einn táradalur  – eða sársauki,  EN  hann er til staðar í einu eða öðru formi í bland við annað. –     Ég ætla ekki að fara endilega dýpra inn í sársauka eða skömm,   heldur hvernig við komum fram við hvert annað –  og kannski að við reiknum með því að flestar manneskjur séu særðar á einn eða annan máta,  og ÞESS VEGNA eru þær stundum grimmar,  vondar,  höstugar,  jafnvel ofbeldishneigðar.     Svo þarf það alls ekki að koma fram á þann máta,  heldur getur særð manneskja verið OFUR-elskuleg,  því hún veit hvað það er vont að finna til og gerir ALLT til að öðrum líði vel og fer að geðjast og þóknast af þeim orsökum. –

Bæði viðbrögðin eru „eðlileg“  viðbrögð  miðað við það sem hún hefur gengið í gegnum,  en eru samt röng.     Við megum ekki ýta undir svona hegðun,  þó við vitum að einhver sé særð/ur.   Einmitt ekki.   Hver og ein manneskja setur sín mörk, –   en þetta verður voðalega flókð þegar tvær særðar manneskjur mætast,  – og þar verður til vanhæfni í samskiptum. –    Fólk tekur hluti persónulega –  og sér oft sín eigin sár eða galla í viðmælanda sínum.

Til þess að samskipti geti orðið góð,  – þarf hver og ein manneskja að viðurkenna að hún er kannski enn að bregðast við sem sært barn,  í stað þess að bregðast við sem fullþroska manneskja sem upplifir sig verðmæta. –

Það sem kannski byrjar að breyta þessu öllu,  er meðvitundin um þetta:  „Awareness“  að vera sinn eigin áhorfandi og spyrja sig,  þegar við erum að bregðast við: “ Er ég að bregðast við af sársauka barns,  eða sem heil manneskja með gott verðmætamat?“ –

Það er oft talað um að einhver kunni að ýta á takkana á okkur, –  og þá má spyrja sig hvaða takkar þetta séu? –   Eru þetta ekki einmitt sársaukatakkarnir.     Það má kannski skoða að heila þá – og viðurkenna – „jú ég hef fundið til  oft – en kannski er ég að yfirfæra það sem sagt var í dag,  á eitthvað sem gerðist einu sinni,  og þá meiði ég mig.“

Hvað viljum við?   Við viljum gjarnan að fólk skilji okkur og það er oft eins og fargi sé létt af okkur ef að einhver þekkir það sem við höfum gengið í gegn um – OG þá gjarnan hefur upplifað svipaða lífsreynslu.    Það gerist oft í sjálfshjálparhópum  að einhver segir:  „Úff hvað ég er fegin að vera ekki ein/n“..

Nú kemur smá „prédikun“  ..    Það er einhver – eitthvað sem þekkir okkur SVO vel – og þekkir alla okkar sorg og alla gleði – og finnur til með okkur í hverri einustu taug,  hvort sem það er líkaminn eða sálin sem kvartar.

Munið þið eftir söngnum:  „Nobody know´s the trouble I´ve seen nobody knows but Jesus“..

Svo er það Davíðssálmur 23,   „Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér .. “   Þessi „þú“  er auðvitað Guð –  og að Guð sé hjá okkur,  þýðir ekki bara að hann sé við hliðina á okkur,  heldur með okkur í ÖLLU,  sorg og gleði – og finnur til með okkur  og veit ALLT um okkur.

En svo getum við alveg munað eftir því, næst þegar við lítum í augu náungans –  hvort sem það er einhver nákominn eða bara afgreiðslumaður eða kona útí búð,  að þar búi saga, mikil saga og í henni sé einhver sársauki.    Þess vegna er svo mikilvægt að vera góð og gefa jákvæðar strokur,   því gott viðmót getur breytt heilum degi hjá þeim sem við komum nærri.   Þannig vinnur líka kærleikurinn –   sem er ofar öllu og besta lækning við sársaukanum.

12091407_10208128750474091_2519156810573685744_o

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s