Þessi yfirþyrmandi tilfinning að vilja ekki vera hérna lengur ….

Þennan pistil skrifaði ég upphaflega  sumarið 2013.     Í janúar 2013 – langaði mig ekkert meira en að  stinga mér til sunds í  „Dauðahafið“ – og þá er ég ekki að tala um hið jarðfræðilega Dauðahaf,  heldur var tilfinningin að dauðinn væri sjór sem myndi taka mig og lina allar þjáningar mínar. –      Ég var nýbúin að ganga í gegnum það að horfa upp á dóttur mína,  í blóma lífsins – deyja, og  ég vildi bara hreinlega fara með henni.

 

Í titlinum stendur:  „Hérna“ ..  og „hérna“ er auðvitað þessi vist á Hótel Jörð.

En eftirfarandi skrifaði ég 2013:  

Ef þú hefur upplifað það einhvern tímann að vilja flýta fyrir, vonast eftir slysi, óskað eftir að eitthvað gerðist svo þú fengir bara „short cut“ á þetta allt saman – þá ertu ekki ein/n.

Þegar bjátar á, þegar okkur leiðist, þegar við finnum engan tilgang – þá verður þessi tilfinning oft sú sem er á toppnum.

Af fenginni reynslu veit ég að það sem vantar er innri friður.  Það er svo skrítið að innri og ytri friður hafa áhrif á hvorn annan.  Áhyggjur af fjármálum hafa áhrif,  áhyggjur af fólki, – að vera fjarri fólki, að hafa engan til að knúsa – eða einhver vill knúsa mann of mikið kannski?

Það vantar eitthvað jafnvægi,  yfirvegun, ró.

Eins og söngkonan sagði einhvern tímann þá er líkaminn verkfærið.

Okkur vantar því ekki verkfæri – heldur vantar okkur að nota og stundum að læra á verkfærið.

Verkfærið til að fá innri ró.

Tjá okkur, sjá okkur og hlusta ..

Veita athygli því sem við einu sinni var bara á óskalista og eigum í dag? – Er eitthvað svoleiðis í lífinu okkar?

Tónlist getur spilað stóra rullu í lífinu, hún gerir það í mínu og textarnir gera það.

Grunnurinn að þessum pistli var upprunalega skrifaður í júlí, en þá skrifaði ég:

Í morgun var ég sorgmædd þegar ég keyrði frá Keflavík og var búin að skila af mér barnabörnunum.  Ég veit samt að þau eru í góðum höndum hjá föður sínum og kærastan hans virðist vera þeim kær líka.  Þegar ég horfi á það frá óeigingjörnu sjónarhorni þá er ég ofboðslega ánægð með það.

Í útvarpinu kom svo fallegt lag að það var eins og mér væri gefin sprauta og mér líður ennþá eins og ég sé í vímu ;-) ..  notalegri vímu sáttar og fullvissu um að allt sé eins og það á að vera.

Gerum okkar besta með það sem við höfum,  „hérna“ – ekki sitja ein uppi með vanlíðan og hugsanir,  tjáum okkur við þau sem við treystum.

Það skritna er að þegar við erum búin að segja eitthvað upphátt þá verður það yfirleitt minna þungbært.  Það er þó best að segja það einhverjum sem er ekki of tilfinningalega tengdur því að hann gæti tekið byrðina þína á sig,  – ráðgjafar, sálfræðingar og fólk sem gefur sig út fyrir að vera andlegir leiðbeinendur,  já ekki gleyma prestunum og djáknunum,  er fólkið sem er gott að opna sig við og létta á hjarta sínu.

Alls konar samtök eins og Alanon, coda, AA, þar sem fólk talar og hlustar gera kraftaverk fyrir svo marga.   Þar er samhygðin svo mikil.

Samhygð – samhugur er það sem er svo gott að finna.

Já, ég sagði það – við erum aldrei ein.

Það er eitt af því mikilvægasta sem við þurfum að vita í þessum heimi þegar við erum með yfirþyrmandi tilfinningar – og sérstaklega í þeim dúr að vilja bara ekkert vera hérna lengur.

Það er alltaf einhver sem elskar þig,  ástæðan fyrir að ég skrifa þennan pistil er að ég finn að það eru svo margir sem glíma við sársauka og halda að þeir séu einir …  en nei, nei þú ert ekki ein/n ..  leyfðu traustinu á að betri tíð sé að birtast innra með þér verða stærra og meira en tilfinningunni að tíðin sé að þyngjast.

Tilgangur lífsins? –  Hversu margir hafa ekki pælt í honum,  en „surprise“  hann er gleði!  Ég er ekkert að tala úr tómarúmi, ég hef átt dimmar stundir og hef gengið í gegnum marga sorg og eina dýpstu sorg lífsins, það að missa barnið mitt. –  En hvert á ég þá að horfa? –  Í myrkrið eða ljósið?

Þrjú atriði sem hjálpa – ef við erum enn fær um að hjálpa okkur sjálfum:

1)  15 mínútna hugleiðsla á dag  (innhverf íhugun þar sem við virkjum þetta innra ljós)

2)  Útivera – rigning eða sól, þar sem við öndum djúpt og þökkum það sem fyrir ber.

3) Ekki lesa bara bækur,  heldur líka skrifa,  taka þér í hönd þína eigin tómu stílabók og lista upp það sem er virði í lífinu,  allt sem hægt er að þakka fyrir.  Við höfum alltaf eitthvað að þakka fyrir og þakklætið leiðir af sér gleði og hún fer hægt að rólega að aukast í lífi okkar.

4)   Horft upp og fram, – horfa út um gluggann ef við erum ekki úti. –  Trúa því og treysta að þarna úti  (auk þess sem er hið innra)  sé alheimurinn með þína verndarengla að veita þér athygli,  fylgjast með og elska þig, styrkja þig, vernda þig, veita þér innblástur o.s.frv. –

Umfram allt –  að leyfa þér að trúa að það sé alltaf einhver sem elski þig – Ég geri það,  annars væri ég ekki að skrifa þennan pistil.

75985_466203706726737_155458597801251_1954778_1509319669_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s