Að-skilnaður við kærleikann …

Þetta heyrði ég í gær:

„_______  hjálpaðu mér að fyrirgefa mér fyrir að nota __________ til að ráðast á sjálfa mig og aðskilja mig þannig frá kærleika þínum“ ..

Á fyrra strikið er hægt að setja  „Andi“   „Guð“   „Æðri máttur“  „Veröld“  eða hvað það er sem talar til okkar. –    Það er a.m.k. eitthvað afl sem er okkur vinveitt og  er máttugt. –   Á seinna bandstrikið setjum við t.d.  einhvern eða eitthvað sem er að gera okkur lífið leitt.  Allt frá persónu til sjúkdóms.  –    Má líka vera ótti við afkomu eða skort,   svo dæmi séu tekin.      Ég hlustaði á þetta á ensku,   en þýddi það fyrir mig og langar núna að deila því með þér –  svo ég skilji það betur 🙂 ..

Það sem þetta fjallar um er í raun að við erum að biðja um fyrirgefningu fyrir það að nota einhverja manneskju, sjúkdóm eða atburð sem afsökun til að elska okkur minna en við eigum skilið.    Til þess að líða verr. –

Segjum að við værum stödd í herbergi.     Í einu horninu stendur Guð með opinn faðminn og frá honum flæðir skilyrðislaus og óendanlegur kærleikur  sem við megum þiggja.      Í öðru horninu stendur   X  einhver aðili sem segir að við séum ljót og leiðinleg og okkur sé velkomið að þiggja orð hans/hennar.      Hvoru ætlum við að taka á móti? –  

Hver er það sem velur það sem tekið er á móti? –

sigur-kross

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s