Tuskukanína fannst á förnum vegi í Hveragerði. Finnandinn ákvað að taka hann inn „hlúa að henni“ .. og auglýsa síðan í lokuðum hópi Hvergerðinga eftir eiganda. Eigandinn fannst og fékk kanínuna sína aftur. –
Þetta gerðist sunnudagsmorgunin 10. september 2017.
Það að taka upp tuskudýrið, leggja það til þerris og auglýsa eftir eiganda er í mínum huga það sem kallað er „mannúð“ .. og að láta sig náungann varða. – Að sjálfsögðu er þetta tuskudýr ekki lifandi vera, en það er í raun eigandinn – eða við sem horfum á kanínuna sem upplifum eitthvað – og það er þannig að „dauður“ hlutur verður lifandi þegar við horfum á hann – eða hugsum til hans.
Þegar við erum að hlú að öðrum, – hugsa til annarra, gefa af okkur á forsendum kærleikans, þá erum við að skapa lífið. –
Þannig verður líka mannúðin til.
Skiptir þessi kanína máli? – Já, hún skiptir öllu máli, – því hún er táknræn fyrir samskipti og táknræn fyrir það hvernig við hlúum að hinu minnsta – sem verður vonandi hið stærsta.
Þetta er það sem Jesús er að tala um þegar hann segir að það sem við gerum fyrir þann minnsta gerum við honum. –
❤