Hvers vegna þessi reiði út í þau sem skrifa meðmæli með barnaníðingum? ….

Það er svo mikilvægt að skilja hvers vegna við bregðumst við eins og við gerum. –   Reiði er sjaldnast góð –   nema við nýtum hana til að byggja upp,   og við skulum endilega gera það í dag. –

Eftirfarandi sögu heyrði ég hjá Brian Tracy – þekktum fyrirlesara um það hvernig megi ná árangri í lífinu:

Maður sem var á sjötugsaldri kom til hans og sagðist vera reiður.   Reiður út í mann sem réðist á hann þegar hann var unglingur og hélt byssu að höfði hans. –     Brian sagði þá – að maðurinn væri löngu farinn úr lífi hans, –  en með því að vera svona upptekinn af hugsuninni um atburðinn væri annar maður sem héldi byssunni að höfðinu:  Það væri hann sjálfur. –   Og með því að hugsa svona væri þessi fullorðni maður að gefa þessum ofbeldismanni valdið í sínu lífi. –   Hann þyrfti að sleppa. –

Allir kinkuðu kolli. –

Hvað hefur þetta að gera með ungar konur og barnaníðinga – og fólk sem skrifar meðmæli með þessum barnaníðingum? –        Jú,  hvað ef að  fullorðni maðurinn væri nú búinn að fá hjálp frá meðferðaraðilum  og sleppir tökunum á þessum ofbeldismanni –  hættur að halda byssunni upp að eigin höfði,   EN svo kemur upp úr dúrnum að  byssumaðurinn hefur fengið meðmæli um að hann sé góður maður og hafi bætt ráð sitt.    Er þá málið ekki orðið svolítið flókið?     Vantar ekki eitthvað inn í fléttuna? –

Sá sem upphaflega setti trámað af stað – var vissulega byssumaðurinn.    Sá sem byssan var beint að   hefur þurft að vinna úr áfallinu og hefur í raun lifað með það alla ævi.   Hann ætlar þó að sleppa tökum á þessum manni,  EN  svo tekur eitthvað „fólk útí bæ“  það upp að mæla með því að hann fái einhvers konar náðun – og fyrirgefningu  –  án þess að sá sem hann braut á sé með í jöfnunni. –

Átti hann ekki fyrst að iðrast gegn þeim sem hann réðst á og er það ekki eina manneskjan sem hefur í raun VALDIÐ til að veita uppreist æru eða fyrirgefningu sú manneskja sem brotið var á.    Hvernig dirfast aðrir –  stjórnvöld eða aðrir að taka þá ákvörðun að manninum sé fyrirgefið?

Þarna liggja, að mínu mati,   mistökin – og þarna liggur reiðin. –    Þarna er „veldissprotinn“  hrifsaður úr hendi þess eina sem á rétt á að halda á honum.

Nú er það ekki lengur byssumaðurinn sem heldur byssunni  að höfði mannsins á sjötugsaldri og ekki hann sjálfur –  heldur fólkið sem tekur sér þetta vald að gefa manni uppreist æru –  eða mælir með því,  en hefur í raun ekkert vald til þess. –

Þau einu sem RAUNVERULEGA geta veitt uppreist æru eru þau sem brotið er á,  hitt er bara fólk sem er að skipta sér af.  –  

Ekki taka valdið af þeim sem órétti eru beitt.

Enginn er valdameiri í okkar lífi en við sjálf – og um okkar mál,  ekki „velmeinandi“ fólk útí bæ – ekki ráðherrar í ríkisstjórn og ekki einu sinni forseti Íslands. 

Wordl

Að lokum:  Munum að það gæti hafa verið ég – eða þú sem skrifuðum meðmæli –  eða fyrirgáfum einhverjum sem ekki var okkar að fyrirgefa.     Reynum frekar að skilja aðstæður og ástæður frekar en að leita að sökudólgum,  – ég held að flestar manneskjur séu góðar í kjarna sínum og vilji það sama og við hin,   við þurfum að hugsa út fyrir rammann,   – og höfum það í huga að þegar ásökunum linnir þá hefst batinn.  –

„When the Blaming game stops – the Healing starts“ ..  Það gildir fyrir einstaklinga og það gildir í samfélagi einstaklinga. –     Það þýðir ekki að eitthvað sé ekki einhverjum að kenna – heldur að við tökum valdið af þeim sem það er eða var að kenna.

Sá sem fyrirgefur hefur valdið,  og ekki taka valdið af þeim. –

 

4 hugrenningar um “Hvers vegna þessi reiði út í þau sem skrifa meðmæli með barnaníðingum? ….

  1. Sæl Jóhanna. Má ég ræða við þig um „valdníðslu heilbrigðiskerfisins“ á líkama minn. Ég er afar upptekin af slysamáli mínu 27. 09 2001 þar sem þetta slys var nefnt hááverka slys, með réttu. Og ég var fluttur rotaður á LSH þar sem ég rankaði við mér. Skaði minn var kannaður og kom allur í ljós strax. Og voru gefin út strax læknabréf með meðmæltum viðbrögðum. Við sumu. En því var ekki sint og á mig alvalega hálsbrotin sendur í fimm daga sjúkraþjálfi. Sem í raun gerði ekkert annað en að auka líkurnar á varanlegum mænuskaða. Á sjöunda degi frá slysinu komu tveir bæklunarlæknar og gerðu á mér aðgerð án þess að tala við mig sem orsakaði það að fimm árum síðar lamast ég neðan háls. Í því felst að mínu áliti kynferðisleg misnotkun. Mannskepnan er eina lífveran sem ekki er bundin við fengitíma. Og þessir læknar tóku af mér alla kyngetu með algerri lömun. Löngunin og þörfin er enn til staðar en ekki er hægt að njóta kynlífs án hreifigetu. Nú vil ég uppskera bætur fyrir orðin skaða. Þó ég sjái ekki fyrir mér hvernig hægt er að bæta þetta.

    Svar óskast með ráðleggingum hvar og hvernig ég eigi að bregðast við. Þetta er ekki mál af svipuðum toga og er í fréttum en snýr að mér sem alger höfnun. Ég á tvö börn frá því fyrir slysið en héraðsdómari tók frá mér bæði börnin án ákæru eða samtals. En læknarnir sáu til þess að mér voru allar bjargir bannaðar.

    Einnig er annar handleggur minn ónýtur vegna annarra læknamistaka.

    • Sæll Erling Smith, – þakka þér fyrir að deila sögu þinni og mér þykir leitt að heyra hvernig viðbrögðin hafa verið af heilbrigðiskerfinu. Það eru samtök sem heita Viljaspor sem ég vil benda þér á að hafa samband við, þú finnu þau m.a. á Facebook ❤

  2. Frábær lesning hjá þér Jóhanna. Þú ert svo góð í að setja hlutina í rétt samhengi, koma hlutum í orð sem maður vildi geta sagt sjálfur. Takk fyrir þig.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s