Að stilla sér upp sem sigurvegara ….

Ég var á góðum fyrirlestri í gær … og heyrði þar hluti sem ég vissi,  en hafði svona sett neðst í  „verkfærakistuna“ ..    og þá er ég að tala um verkfærakistu fyrir andlega líðan.-

Við vitum öll að andleg líðan hefur áhrif á líkamlega líðan OG við vitum væntanlega að líkamleg líðan hefur áhrif á andlega líðan. –

Líkamsstellingin segir mikið til um hvernig okkur líður.     Þegar við höfum hlaupið maraþon – eða erum komin á fjallstopp – nú eða  skilað ritgerð,  – þá segjum við jafnvel „yess“ .. og förum í stellingu þess sem hefur náð árangri –   förum í stellingu sigurvegarans.    Þetta lætur okkur líða vel! –

En hvað ef við förum í stellingu sigurvegarans –   út af engri ástæðu? –   Getur verið að það hafi einhver áhrif?    –  Já,  – það er víst búið að sannreyna það – alveg eins og ef að við setjum uppgerðarbros hefur jákvæð áhrif og sendir ákveðin skilaboð til hugans. –

Þetta er  (þvi miður)  ekki heildarlausn við þunglyndi eða vanlíðan,  ekki frekar en að drekka vatnsglas getur leyst öll vandamál,   Oftast  þarf líka að nota fleiri en eitt verkfæri til lagfæra eitthvað eða smíða.    EN þetta hjálpar –  er einn liður í betri líðan.     Þess vegna er það gott að prófa  – alveg upp úr þurru – að setja sig í þessa stellingu sigurvegarans –   í opna stellingu – með upprétta handleggi – opna lófa  (til að taka á móti)  og standa gleitt  – til að gera sig breiða/n  –  ákveðið verkfæri í það að líða betur. –

Það má líka sjá eitthvað fyrir sér til að gleðjast yfir eða fagna.    Eins og við værum í raun búin að ná þeim árangri eða líðan sem við vildum ná. –

Af hverju ekki?   😀

Líf

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s