Cashewhnetu mauk – matarblogg

Þetta verður í fyrsta skipti sem ég set uppskrift hér inn, –  en nú er ég búin að setja svo mikla uppskriftir fyrir andlega næringu á bloggið svo komið er að líkamanum  (en það fylgist vissulega að).     Hugmyndin  er í raun að grunni til frá Völu dóttur minni,  en svo setti ég mitt í hana.    Stelpan mín er „Vegan“  en ég er svona „Wanna-Be-Vegan“  ..   eða stefni í þá átt.   –

Það sem ég nota í Cashew hnetu maukið:

1 poki  Cashewhnetur  

2 msk  Siriarcha hot sauce  

2 -3  msk  Tamari sósa

1-2  hvítlauksrif  

2  msk ólíufolía

1 msk  Agave síróp  

Aðferð:

Cashew hnetur lagðar í bleyti í amk 30 mínútur   – mestu af vatni hellt af og settar í skál eða matvinnsluvél.

Maukaðar í matvinnsluvélinni  – eða með töfrasprota í skál  (ef maður á ekki vél)  sem ég gerði.

Rest bætt út í og blandað vel.

Notað sem meðlæti  út á t.d. ofnbakað grænmeti  – eða sem viðbit.

21686877_10213007896165866_2306002205471956714_o

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s