Líkaminn er leikbúningurinn …

Ef við værum að leika jólasvein,  færum við í jólasveinabúning.   Börn undir ákveðnum aldri myndu trúa því að við værum í RAUN og VERU jólasveinn.   Búningurinn myndi nægja til þess. –   En hin fullorðnu myndu brosa út í annað,  og vita það að undir búningnum værum við sjálf. –

Ég var að hlusta á hann Mooji – sem er yndislegur meistari, – og hann notaði þessa líkingu um líkamann að hann væri búningur – en undir niðri værum við sjálf. –

Mooji er fullorðinn,  – og þess vegna veit hann þetta,  en spurning hvort að við hin erum það líka?-

Þegar við horfum á fólk  –   finnst okkur það vera „búningur“  þess eða finnst okkur það vera sá eða sú sem er á bak við búninginn? –  

Komum við öðru vísi fram við manninn eftir hvaða búningi hann klæðist? –     Ef einhver er í  búningi feitrar manneskju –  myndum við koma öðru vísi fram við hann ef hann færi úr búningnum og kæmi í ljós að hann væri grannur? –     það hafa verið gerða bíómyndir um slíkt. –

Feit1

Það er auðvitað bara eitt dæmið, –   búningarnir okkar koma líka í alls konar litbrigðum –   háralitur er ólíkur.

„Búningur“ er mikilvægur –  því að hann gerir okkur kleift að „leika“ hlutverkið okkar.  T.d. hlutverkið „jólasveinn“ ..   og hlutverkið barn,  karl,  kona,  og svo bætast fleiri atriði við „hlutverkið“    Þú leikur  karlmann –  dökkan á hörund,  fæddan í New York …

Mér finnst þetta skemmtileg pæling ..  að við séum í raun öll í einhvers konar leikriti í þessu lífi – og við fáum leikbúning ..   sem við að sjálfsögðu þurfum að fara vel með til að hlutverkið okkar endist út  leikritið  ..

..   ætla að láta þetta duga í bili um lífið sem leikrit og alla búningana ..  en kannski allt í lagi að vita þetta .. með manneskjuna inni í búningnum.    Hryðjuverkamaðurinn er í hryðjuverkamannsbúningi – og leikur það að vera hryðjuverkamaður eins og maðurinn í jólasveinabúningnum er að leika það að vera jólasveinn,  getur það verið? –

Þegar ég var barn – var ég hrædd við jólasveina.   Svo varð ég fullorðin og hætti að vera hrædd við jólasveina.

Þegar ég var ekki vöknuð til meðvitundar um þessa búninga var ég hrædd við ofbeldismenn –  en nú ætti ég að vera vaxin upp úr því og því ekki lengur hrædd við ofbeldismanninn….

Getur þetta verið svona? ..

Santa Claus fights foreign-backed terrorists in Syria

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s